Fara varlega að Obama Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. október 2013 07:00 David Cameron og Angela Merkel Forsætisráðherra Bretlands og kanslari Þýskalands spjalla saman á leiðtogafundinum í Brussel. fréttablaðið/AP Innan fárra daga halda yfirmenn í þýsku leyniþjónustunni til Bandaríkjanna, að kröfu Angelu Merkel kanslara, til að ræða við fulltrúa Hvíta hússins og bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar um njósnamálin, sem skekið hafa stjórnvöld víða um heim undanfarnar vikur. Sífellt fleiri upplýsingar koma nú fram um að bandarískir leyniþjónustumenn hafi njósnað um ráðamenn í hverju ríkinu á fætur öðru. Nú síðast skýrði breska blaðið The Guardian frá því að Bandaríkjamenn hefðu fylgst með símtölum 35 þjóðarleiðtoga, en reyndar hefðu þær njósnir ekki skilað neinum upplýsingum sem máli skiptu. Hins vegar hafi njósnir þessar orðið til þess að bandarískir njósnarar fengu vitneskju um 43 önnur símanúmer, sem fylgst hefði verið með áfram. Þetta kemur fram í einu þeirra leyniskjala, sem bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden lak til fjölmiðla.Merkel Þýskalandskanslari skýrði frá því á miðvikudag að Bandaríkin hefðu hlerað einkasíma hennar. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu, þar sem hann fullyrti að Bandaríkin fylgdust ekki með símtölum Þýskalandskanslara og hafi ekki í hyggju að gera það. Í yfirlýsingunni sagði þó ekkert um það hvort Bandaríkin hefðu einhvern tíma gert það. Merkel sagði trúnaðarbrest vera orðinn að veruleika í samskiptum þýskra og bandarískra ráðamanna, og því yrði að breyta. Hún vonast til að heimsókn þýsku leyniþjónustmannanna til Bandaríkjanna verði til þess að allt komi upp á borðið í þessum efnum. Njósnamálin voru rædd á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í gær, og samþykktu leiðtogarnir yfirlýsingu þar sem segir að trúnaðarbrestur geti skaðað nauðsynlega samvinnu ríkjanna á sviði njósna. Á hinn bóginn lögðu þeir áherslu á að samskiptin við Bandaríkin skiptu Evrópuríki eftir sem áður miklu máli, og þetta mál mætti ekki verða til þess að spilla þeim samskiptum. „Það sem hér er í húfi er að vernda tengsl okkar við Bandaríkin,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti. „Það þarf að endurvekja og styrkja traustið.“ Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Innan fárra daga halda yfirmenn í þýsku leyniþjónustunni til Bandaríkjanna, að kröfu Angelu Merkel kanslara, til að ræða við fulltrúa Hvíta hússins og bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar um njósnamálin, sem skekið hafa stjórnvöld víða um heim undanfarnar vikur. Sífellt fleiri upplýsingar koma nú fram um að bandarískir leyniþjónustumenn hafi njósnað um ráðamenn í hverju ríkinu á fætur öðru. Nú síðast skýrði breska blaðið The Guardian frá því að Bandaríkjamenn hefðu fylgst með símtölum 35 þjóðarleiðtoga, en reyndar hefðu þær njósnir ekki skilað neinum upplýsingum sem máli skiptu. Hins vegar hafi njósnir þessar orðið til þess að bandarískir njósnarar fengu vitneskju um 43 önnur símanúmer, sem fylgst hefði verið með áfram. Þetta kemur fram í einu þeirra leyniskjala, sem bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden lak til fjölmiðla.Merkel Þýskalandskanslari skýrði frá því á miðvikudag að Bandaríkin hefðu hlerað einkasíma hennar. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu, þar sem hann fullyrti að Bandaríkin fylgdust ekki með símtölum Þýskalandskanslara og hafi ekki í hyggju að gera það. Í yfirlýsingunni sagði þó ekkert um það hvort Bandaríkin hefðu einhvern tíma gert það. Merkel sagði trúnaðarbrest vera orðinn að veruleika í samskiptum þýskra og bandarískra ráðamanna, og því yrði að breyta. Hún vonast til að heimsókn þýsku leyniþjónustmannanna til Bandaríkjanna verði til þess að allt komi upp á borðið í þessum efnum. Njósnamálin voru rædd á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í gær, og samþykktu leiðtogarnir yfirlýsingu þar sem segir að trúnaðarbrestur geti skaðað nauðsynlega samvinnu ríkjanna á sviði njósna. Á hinn bóginn lögðu þeir áherslu á að samskiptin við Bandaríkin skiptu Evrópuríki eftir sem áður miklu máli, og þetta mál mætti ekki verða til þess að spilla þeim samskiptum. „Það sem hér er í húfi er að vernda tengsl okkar við Bandaríkin,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti. „Það þarf að endurvekja og styrkja traustið.“
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira