Fara varlega að Obama Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. október 2013 07:00 David Cameron og Angela Merkel Forsætisráðherra Bretlands og kanslari Þýskalands spjalla saman á leiðtogafundinum í Brussel. fréttablaðið/AP Innan fárra daga halda yfirmenn í þýsku leyniþjónustunni til Bandaríkjanna, að kröfu Angelu Merkel kanslara, til að ræða við fulltrúa Hvíta hússins og bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar um njósnamálin, sem skekið hafa stjórnvöld víða um heim undanfarnar vikur. Sífellt fleiri upplýsingar koma nú fram um að bandarískir leyniþjónustumenn hafi njósnað um ráðamenn í hverju ríkinu á fætur öðru. Nú síðast skýrði breska blaðið The Guardian frá því að Bandaríkjamenn hefðu fylgst með símtölum 35 þjóðarleiðtoga, en reyndar hefðu þær njósnir ekki skilað neinum upplýsingum sem máli skiptu. Hins vegar hafi njósnir þessar orðið til þess að bandarískir njósnarar fengu vitneskju um 43 önnur símanúmer, sem fylgst hefði verið með áfram. Þetta kemur fram í einu þeirra leyniskjala, sem bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden lak til fjölmiðla.Merkel Þýskalandskanslari skýrði frá því á miðvikudag að Bandaríkin hefðu hlerað einkasíma hennar. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu, þar sem hann fullyrti að Bandaríkin fylgdust ekki með símtölum Þýskalandskanslara og hafi ekki í hyggju að gera það. Í yfirlýsingunni sagði þó ekkert um það hvort Bandaríkin hefðu einhvern tíma gert það. Merkel sagði trúnaðarbrest vera orðinn að veruleika í samskiptum þýskra og bandarískra ráðamanna, og því yrði að breyta. Hún vonast til að heimsókn þýsku leyniþjónustmannanna til Bandaríkjanna verði til þess að allt komi upp á borðið í þessum efnum. Njósnamálin voru rædd á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í gær, og samþykktu leiðtogarnir yfirlýsingu þar sem segir að trúnaðarbrestur geti skaðað nauðsynlega samvinnu ríkjanna á sviði njósna. Á hinn bóginn lögðu þeir áherslu á að samskiptin við Bandaríkin skiptu Evrópuríki eftir sem áður miklu máli, og þetta mál mætti ekki verða til þess að spilla þeim samskiptum. „Það sem hér er í húfi er að vernda tengsl okkar við Bandaríkin,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti. „Það þarf að endurvekja og styrkja traustið.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Innan fárra daga halda yfirmenn í þýsku leyniþjónustunni til Bandaríkjanna, að kröfu Angelu Merkel kanslara, til að ræða við fulltrúa Hvíta hússins og bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar um njósnamálin, sem skekið hafa stjórnvöld víða um heim undanfarnar vikur. Sífellt fleiri upplýsingar koma nú fram um að bandarískir leyniþjónustumenn hafi njósnað um ráðamenn í hverju ríkinu á fætur öðru. Nú síðast skýrði breska blaðið The Guardian frá því að Bandaríkjamenn hefðu fylgst með símtölum 35 þjóðarleiðtoga, en reyndar hefðu þær njósnir ekki skilað neinum upplýsingum sem máli skiptu. Hins vegar hafi njósnir þessar orðið til þess að bandarískir njósnarar fengu vitneskju um 43 önnur símanúmer, sem fylgst hefði verið með áfram. Þetta kemur fram í einu þeirra leyniskjala, sem bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden lak til fjölmiðla.Merkel Þýskalandskanslari skýrði frá því á miðvikudag að Bandaríkin hefðu hlerað einkasíma hennar. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu, þar sem hann fullyrti að Bandaríkin fylgdust ekki með símtölum Þýskalandskanslara og hafi ekki í hyggju að gera það. Í yfirlýsingunni sagði þó ekkert um það hvort Bandaríkin hefðu einhvern tíma gert það. Merkel sagði trúnaðarbrest vera orðinn að veruleika í samskiptum þýskra og bandarískra ráðamanna, og því yrði að breyta. Hún vonast til að heimsókn þýsku leyniþjónustmannanna til Bandaríkjanna verði til þess að allt komi upp á borðið í þessum efnum. Njósnamálin voru rædd á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í gær, og samþykktu leiðtogarnir yfirlýsingu þar sem segir að trúnaðarbrestur geti skaðað nauðsynlega samvinnu ríkjanna á sviði njósna. Á hinn bóginn lögðu þeir áherslu á að samskiptin við Bandaríkin skiptu Evrópuríki eftir sem áður miklu máli, og þetta mál mætti ekki verða til þess að spilla þeim samskiptum. „Það sem hér er í húfi er að vernda tengsl okkar við Bandaríkin,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti. „Það þarf að endurvekja og styrkja traustið.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira