Erlent

Obama til varnar Íranssamningnum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Obama ávarpar fjáröflunarsamkomu Demókrataflokksins í San Francisco í gær.
Obama ávarpar fjáröflunarsamkomu Demókrataflokksins í San Francisco í gær. Nordicphotos/AFP
„Það getur verið að í pólitík sé auðvelt að vera með stóryrði og hótanir, en það er ekki rétta leiðin þegar öryggi okkar er annars vegar,” sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti á samkomu Demókrataflokksins í San Francisco í gærkvöld.

Hann var þarna að vísa til gagnrýni á samningana við Íran um kjarnorkumál, en sá sem hefur hvað harðast gagnrýnt þessa samninga er Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.

Obama nefndi þó ekki Netanjahú á nafn, en sagði að Bandaríkin gætu ekki leyft sér að loka viðræðuleiðinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×