Leit hafin að nýju flugvallarstæði fyrir höfuðborgarsvæðið Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2013 19:51 Líf Reykjavíkurflugvallar var framlengt um sex ár með samkomulagi milli ríkis, borgar og Icelandair Group sem undirritað var í dag. Nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á að finna flugvellinum nýjan stað. Framtíð Reykjavíkurflugvallar stefndi í að verða eitt aðalkosningamálið fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Með undirritun samkomulagsins í dag hafa stjórnmálamenn kannski skapað sér frið um málið út næsta kjörtímabil. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group undirrituðu samkomulagið í Hörpu í dag. Það felur í sér að minnsta flugbraut flugvallarins, norð-austur, suð-vestur flugbrautin verður lögð af á næsta ári og önnur aðalflugbraut vallarins, norður-suður brautin fær að vera í notkun sex árum lengur en skipulag gerir ráð fyrir, eða til ársins 2022. Þá eru samningsaðilar sammála um að innanlandsflugvöllur á höfuðborgarsvæðinu sé fyrsti kostur til framtíðar. Skipuð verður nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skila á tillögum um framtíðarflugvöll fyrir Reykjavík fyrir árslok 2014.Var ekki með þessi einfaldlega verið að aftengja pólitíska sprengju rétt fyrir kosningar? „Nei, sannarlega ekki. Það er verið að tryggja öryggi í samgöngum á Íslandi. Það er verið að tryggja öryggi í innanlandsflugi. Það hefur ekkert að gera með neinar kosningar eða pólitík til eða frá. Markmið ríkisins er alveg skýrt, það er að tryggja öryggi í þessum samgöngum. Það skiptir miklu máli fyrir okkur að hafa þessar tvær brautir í fullri fúnksjón næstu ári,“ segir innanríkisráðherra.Tekist hefur verið á um framtíð Reykjavíkurflugvallar árum saman án þess að niðurstaða fengist. Hvað bendir þá til þess að betur takist til í þetta skipti?„Nýir tímar, nýtt fólk og nýjar áherslur. Það skiptir máli og það er auðvitað þannig að íslenskt samfélag er að glíma við ákveðin viðfangsefni núna. Risastór verkefni. Og það er bara ekki rétti tíminn til að vera takast á við þetta og átök og ágreiningur um flugvöll eru ekki tímabær núna,“ segir Hanna Birna. „Ég held að hluti af andstöðunni við að færa völlinn sé að það er enginn kostur á borðinu sem fólk hefur trú á. Þess vegna er andstaðan eðlileg. En um leið og allir sem þurfa að koma að svona máli fara í það af heilindum um að finna bestu lausnir er ég sanfærður um að þær finnist,“ segir Dagur B. Eggertsson. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group vonar að heiðarlega verið unnið að framtíðarmálum innanlandsflugvallar. „Og við komumst að niðurstöðu þannig að það verði flugvöllur í Reykjavík sem ég tel afskaplega mikilvægt. Ekki bara fyrir innanlandsflugið heldur fyrir ferðaþjónustuna og vöxt í ferðaþjónustunni heilt yfir,“ segir Björgólfur. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Líf Reykjavíkurflugvallar var framlengt um sex ár með samkomulagi milli ríkis, borgar og Icelandair Group sem undirritað var í dag. Nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á að finna flugvellinum nýjan stað. Framtíð Reykjavíkurflugvallar stefndi í að verða eitt aðalkosningamálið fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Með undirritun samkomulagsins í dag hafa stjórnmálamenn kannski skapað sér frið um málið út næsta kjörtímabil. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group undirrituðu samkomulagið í Hörpu í dag. Það felur í sér að minnsta flugbraut flugvallarins, norð-austur, suð-vestur flugbrautin verður lögð af á næsta ári og önnur aðalflugbraut vallarins, norður-suður brautin fær að vera í notkun sex árum lengur en skipulag gerir ráð fyrir, eða til ársins 2022. Þá eru samningsaðilar sammála um að innanlandsflugvöllur á höfuðborgarsvæðinu sé fyrsti kostur til framtíðar. Skipuð verður nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skila á tillögum um framtíðarflugvöll fyrir Reykjavík fyrir árslok 2014.Var ekki með þessi einfaldlega verið að aftengja pólitíska sprengju rétt fyrir kosningar? „Nei, sannarlega ekki. Það er verið að tryggja öryggi í samgöngum á Íslandi. Það er verið að tryggja öryggi í innanlandsflugi. Það hefur ekkert að gera með neinar kosningar eða pólitík til eða frá. Markmið ríkisins er alveg skýrt, það er að tryggja öryggi í þessum samgöngum. Það skiptir miklu máli fyrir okkur að hafa þessar tvær brautir í fullri fúnksjón næstu ári,“ segir innanríkisráðherra.Tekist hefur verið á um framtíð Reykjavíkurflugvallar árum saman án þess að niðurstaða fengist. Hvað bendir þá til þess að betur takist til í þetta skipti?„Nýir tímar, nýtt fólk og nýjar áherslur. Það skiptir máli og það er auðvitað þannig að íslenskt samfélag er að glíma við ákveðin viðfangsefni núna. Risastór verkefni. Og það er bara ekki rétti tíminn til að vera takast á við þetta og átök og ágreiningur um flugvöll eru ekki tímabær núna,“ segir Hanna Birna. „Ég held að hluti af andstöðunni við að færa völlinn sé að það er enginn kostur á borðinu sem fólk hefur trú á. Þess vegna er andstaðan eðlileg. En um leið og allir sem þurfa að koma að svona máli fara í það af heilindum um að finna bestu lausnir er ég sanfærður um að þær finnist,“ segir Dagur B. Eggertsson. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group vonar að heiðarlega verið unnið að framtíðarmálum innanlandsflugvallar. „Og við komumst að niðurstöðu þannig að það verði flugvöllur í Reykjavík sem ég tel afskaplega mikilvægt. Ekki bara fyrir innanlandsflugið heldur fyrir ferðaþjónustuna og vöxt í ferðaþjónustunni heilt yfir,“ segir Björgólfur.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira