Björn Zoëga hættir sem forstjóri Landspítalans Jón Júlíus Karlsson skrifar 27. september 2013 13:21 Björn Zoëga hefur sagt upp starfi sínu sem forstjóri Landspítalans. Björn Zoëga hefur ákveðið að segja upp störfum sem forstjóri Landspítalans. Björn tilkynnti Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra ákvörðun sína fyrir stundu.Á heimasíðu Landspítalans greinir Björn sjálfur frá uppsögn sinni og þakkar hann starfsfólki sínu fyrir samstarfið. Hann segir að fyrir þessari ákvörðun liggi ýmsar ástæður og ættu sumar þeirra ekki a koma á óvart miðað við það sem hann hefur sagt og skrifað á undanförnum misserum. „Ég hef ítrekað bent stjórnvöldum á að lengra verði ekki gengið í niðurskurðaraðgerðum á Landspítala og að slíkt myndi leiða okkur í ógöngur. Ég hef lagt áherslu á þá grundvallarskoðun mína að enduruppbyggingartíminn sé núna, óbreytt ástand er ekki valmöguleiki. Með því á ég ekki einungis við að auka þurfi rekstrarfé spítalans heldur er umgjörð framtíðarstarfsemi hans einnig undir. Nýr Landspítali er m.a. forsenda þess að hér verði unnt að reka nútíma sjúkrahúsþjónustu sem laðar að hæft starfsfólk og veita góða þjónustu,“ segir Björn í tilkynningu sinni til starfsmanna Landspítalans. Landspítalinn hefur verið talsvert í umræðunni á síðastliðnum árum vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Ítrekað hefur verið bent á bága fjárhagsstöðu spítalans og á sama tíma hefur hann mátt þola niðurskurð. Björn tók við stöðu forstjóra Landspítalans árið 2010 en var ráðinn til starfa á spítalanum árið 2009 þegar hann var ráðinn framkvæmdastjóri lækninga.Tilkynning Björns Zoëga til starfsmanna LandsspítalansÉg hef ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Landspítala. Ég hef tilkynnt heilbrigðisráðherra þessa ákvörðun mína og afhenti uppsagnarbréfið nú fyrir stundu.Fyrir þessari ákvörðun liggja ýmsar ástæður og ættu í það minnsta sumar þeirra ekki að koma á óvart í ljósi þess sem ég hef sagt og skrifað á undanförnum misserum.Við höfum á þessum sex árum sem ég hef verið framkvæmdastjóri lækninga og síðar forstjóri gengið í gegnum miklar breytingar á rekstrarumhverfi spítalans. Á sama tíma hefur tekist að mæta kröfum um mikinn niðurskurð en við höfum engu að síður náð að viðhalda viðunandi þjónustustigi og árangri. Öll gögn sem fyrir liggja staðfesta þennan eftirtektaverða árangur og er fyrst og síðast staðfesting á þeirri elju og fagmennsku sem einkennir starfið á spítala allra landsmanna.Ég hef ítrekað bent stjórnvöldum á að lengra verði ekki gengið í niðurskurðaraðgerðum á Landspítala og að slíkt myndi leiða okkur í ógöngur. Ég hef lagt áherslu á þá grundvallarskoðun mína að enduruppbyggingartíminn sé núna, óbreytt ástand er ekki valmöguleiki. Með því á ég ekki einungis við að auka þurfi rekstrarfé spítalans heldur er umgjörð framtíðarstarfsemi hans einnig undir. Nýr Landspítali er m.a. forsenda þess að hér verði unnt að reka nútíma sjúkrahúsþjónustu sem laðar að hæft starfsfólk og veita góða þjónustu.Ég vil þakka ykkur öllum fyrir samstarfið í tíð minni sem forstjóri spítalans. Það hefur verið ómetanlegt að starfa í þessu frjóa umhverfi og ég hef sérstaklega kunnað að meta þá aðstoð, ábendingar og uppbyggilegu gagnrýni sem ég hef fengið.Mér er ljóst að hvað Landspítalann varðar er nauðsynleg uppbygging ekki í augsýn. Meðal annars þess vegna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að standa upp frá góðu verki. Ég er stoltur yfir árangri spítalans og starfsfólks hans en kýs nú að takast á við nýjar áskoranir. Nýr stjórnandi fær nú tækifæri til að leiða spítalann og það frábæra starf sem hér er unnið.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar mun Björn skýra frá ákvörðun sinni og hvers vegna hann lætur af störfum. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Björn Zoëga hefur ákveðið að segja upp störfum sem forstjóri Landspítalans. Björn tilkynnti Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra ákvörðun sína fyrir stundu.Á heimasíðu Landspítalans greinir Björn sjálfur frá uppsögn sinni og þakkar hann starfsfólki sínu fyrir samstarfið. Hann segir að fyrir þessari ákvörðun liggi ýmsar ástæður og ættu sumar þeirra ekki a koma á óvart miðað við það sem hann hefur sagt og skrifað á undanförnum misserum. „Ég hef ítrekað bent stjórnvöldum á að lengra verði ekki gengið í niðurskurðaraðgerðum á Landspítala og að slíkt myndi leiða okkur í ógöngur. Ég hef lagt áherslu á þá grundvallarskoðun mína að enduruppbyggingartíminn sé núna, óbreytt ástand er ekki valmöguleiki. Með því á ég ekki einungis við að auka þurfi rekstrarfé spítalans heldur er umgjörð framtíðarstarfsemi hans einnig undir. Nýr Landspítali er m.a. forsenda þess að hér verði unnt að reka nútíma sjúkrahúsþjónustu sem laðar að hæft starfsfólk og veita góða þjónustu,“ segir Björn í tilkynningu sinni til starfsmanna Landspítalans. Landspítalinn hefur verið talsvert í umræðunni á síðastliðnum árum vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Ítrekað hefur verið bent á bága fjárhagsstöðu spítalans og á sama tíma hefur hann mátt þola niðurskurð. Björn tók við stöðu forstjóra Landspítalans árið 2010 en var ráðinn til starfa á spítalanum árið 2009 þegar hann var ráðinn framkvæmdastjóri lækninga.Tilkynning Björns Zoëga til starfsmanna LandsspítalansÉg hef ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Landspítala. Ég hef tilkynnt heilbrigðisráðherra þessa ákvörðun mína og afhenti uppsagnarbréfið nú fyrir stundu.Fyrir þessari ákvörðun liggja ýmsar ástæður og ættu í það minnsta sumar þeirra ekki að koma á óvart í ljósi þess sem ég hef sagt og skrifað á undanförnum misserum.Við höfum á þessum sex árum sem ég hef verið framkvæmdastjóri lækninga og síðar forstjóri gengið í gegnum miklar breytingar á rekstrarumhverfi spítalans. Á sama tíma hefur tekist að mæta kröfum um mikinn niðurskurð en við höfum engu að síður náð að viðhalda viðunandi þjónustustigi og árangri. Öll gögn sem fyrir liggja staðfesta þennan eftirtektaverða árangur og er fyrst og síðast staðfesting á þeirri elju og fagmennsku sem einkennir starfið á spítala allra landsmanna.Ég hef ítrekað bent stjórnvöldum á að lengra verði ekki gengið í niðurskurðaraðgerðum á Landspítala og að slíkt myndi leiða okkur í ógöngur. Ég hef lagt áherslu á þá grundvallarskoðun mína að enduruppbyggingartíminn sé núna, óbreytt ástand er ekki valmöguleiki. Með því á ég ekki einungis við að auka þurfi rekstrarfé spítalans heldur er umgjörð framtíðarstarfsemi hans einnig undir. Nýr Landspítali er m.a. forsenda þess að hér verði unnt að reka nútíma sjúkrahúsþjónustu sem laðar að hæft starfsfólk og veita góða þjónustu.Ég vil þakka ykkur öllum fyrir samstarfið í tíð minni sem forstjóri spítalans. Það hefur verið ómetanlegt að starfa í þessu frjóa umhverfi og ég hef sérstaklega kunnað að meta þá aðstoð, ábendingar og uppbyggilegu gagnrýni sem ég hef fengið.Mér er ljóst að hvað Landspítalann varðar er nauðsynleg uppbygging ekki í augsýn. Meðal annars þess vegna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að standa upp frá góðu verki. Ég er stoltur yfir árangri spítalans og starfsfólks hans en kýs nú að takast á við nýjar áskoranir. Nýr stjórnandi fær nú tækifæri til að leiða spítalann og það frábæra starf sem hér er unnið.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar mun Björn skýra frá ákvörðun sinni og hvers vegna hann lætur af störfum.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira