Björn Zoëga hættir sem forstjóri Landspítalans Jón Júlíus Karlsson skrifar 27. september 2013 13:21 Björn Zoëga hefur sagt upp starfi sínu sem forstjóri Landspítalans. Björn Zoëga hefur ákveðið að segja upp störfum sem forstjóri Landspítalans. Björn tilkynnti Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra ákvörðun sína fyrir stundu.Á heimasíðu Landspítalans greinir Björn sjálfur frá uppsögn sinni og þakkar hann starfsfólki sínu fyrir samstarfið. Hann segir að fyrir þessari ákvörðun liggi ýmsar ástæður og ættu sumar þeirra ekki a koma á óvart miðað við það sem hann hefur sagt og skrifað á undanförnum misserum. „Ég hef ítrekað bent stjórnvöldum á að lengra verði ekki gengið í niðurskurðaraðgerðum á Landspítala og að slíkt myndi leiða okkur í ógöngur. Ég hef lagt áherslu á þá grundvallarskoðun mína að enduruppbyggingartíminn sé núna, óbreytt ástand er ekki valmöguleiki. Með því á ég ekki einungis við að auka þurfi rekstrarfé spítalans heldur er umgjörð framtíðarstarfsemi hans einnig undir. Nýr Landspítali er m.a. forsenda þess að hér verði unnt að reka nútíma sjúkrahúsþjónustu sem laðar að hæft starfsfólk og veita góða þjónustu,“ segir Björn í tilkynningu sinni til starfsmanna Landspítalans. Landspítalinn hefur verið talsvert í umræðunni á síðastliðnum árum vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Ítrekað hefur verið bent á bága fjárhagsstöðu spítalans og á sama tíma hefur hann mátt þola niðurskurð. Björn tók við stöðu forstjóra Landspítalans árið 2010 en var ráðinn til starfa á spítalanum árið 2009 þegar hann var ráðinn framkvæmdastjóri lækninga.Tilkynning Björns Zoëga til starfsmanna LandsspítalansÉg hef ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Landspítala. Ég hef tilkynnt heilbrigðisráðherra þessa ákvörðun mína og afhenti uppsagnarbréfið nú fyrir stundu.Fyrir þessari ákvörðun liggja ýmsar ástæður og ættu í það minnsta sumar þeirra ekki að koma á óvart í ljósi þess sem ég hef sagt og skrifað á undanförnum misserum.Við höfum á þessum sex árum sem ég hef verið framkvæmdastjóri lækninga og síðar forstjóri gengið í gegnum miklar breytingar á rekstrarumhverfi spítalans. Á sama tíma hefur tekist að mæta kröfum um mikinn niðurskurð en við höfum engu að síður náð að viðhalda viðunandi þjónustustigi og árangri. Öll gögn sem fyrir liggja staðfesta þennan eftirtektaverða árangur og er fyrst og síðast staðfesting á þeirri elju og fagmennsku sem einkennir starfið á spítala allra landsmanna.Ég hef ítrekað bent stjórnvöldum á að lengra verði ekki gengið í niðurskurðaraðgerðum á Landspítala og að slíkt myndi leiða okkur í ógöngur. Ég hef lagt áherslu á þá grundvallarskoðun mína að enduruppbyggingartíminn sé núna, óbreytt ástand er ekki valmöguleiki. Með því á ég ekki einungis við að auka þurfi rekstrarfé spítalans heldur er umgjörð framtíðarstarfsemi hans einnig undir. Nýr Landspítali er m.a. forsenda þess að hér verði unnt að reka nútíma sjúkrahúsþjónustu sem laðar að hæft starfsfólk og veita góða þjónustu.Ég vil þakka ykkur öllum fyrir samstarfið í tíð minni sem forstjóri spítalans. Það hefur verið ómetanlegt að starfa í þessu frjóa umhverfi og ég hef sérstaklega kunnað að meta þá aðstoð, ábendingar og uppbyggilegu gagnrýni sem ég hef fengið.Mér er ljóst að hvað Landspítalann varðar er nauðsynleg uppbygging ekki í augsýn. Meðal annars þess vegna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að standa upp frá góðu verki. Ég er stoltur yfir árangri spítalans og starfsfólks hans en kýs nú að takast á við nýjar áskoranir. Nýr stjórnandi fær nú tækifæri til að leiða spítalann og það frábæra starf sem hér er unnið.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar mun Björn skýra frá ákvörðun sinni og hvers vegna hann lætur af störfum. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Björn Zoëga hefur ákveðið að segja upp störfum sem forstjóri Landspítalans. Björn tilkynnti Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra ákvörðun sína fyrir stundu.Á heimasíðu Landspítalans greinir Björn sjálfur frá uppsögn sinni og þakkar hann starfsfólki sínu fyrir samstarfið. Hann segir að fyrir þessari ákvörðun liggi ýmsar ástæður og ættu sumar þeirra ekki a koma á óvart miðað við það sem hann hefur sagt og skrifað á undanförnum misserum. „Ég hef ítrekað bent stjórnvöldum á að lengra verði ekki gengið í niðurskurðaraðgerðum á Landspítala og að slíkt myndi leiða okkur í ógöngur. Ég hef lagt áherslu á þá grundvallarskoðun mína að enduruppbyggingartíminn sé núna, óbreytt ástand er ekki valmöguleiki. Með því á ég ekki einungis við að auka þurfi rekstrarfé spítalans heldur er umgjörð framtíðarstarfsemi hans einnig undir. Nýr Landspítali er m.a. forsenda þess að hér verði unnt að reka nútíma sjúkrahúsþjónustu sem laðar að hæft starfsfólk og veita góða þjónustu,“ segir Björn í tilkynningu sinni til starfsmanna Landspítalans. Landspítalinn hefur verið talsvert í umræðunni á síðastliðnum árum vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Ítrekað hefur verið bent á bága fjárhagsstöðu spítalans og á sama tíma hefur hann mátt þola niðurskurð. Björn tók við stöðu forstjóra Landspítalans árið 2010 en var ráðinn til starfa á spítalanum árið 2009 þegar hann var ráðinn framkvæmdastjóri lækninga.Tilkynning Björns Zoëga til starfsmanna LandsspítalansÉg hef ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Landspítala. Ég hef tilkynnt heilbrigðisráðherra þessa ákvörðun mína og afhenti uppsagnarbréfið nú fyrir stundu.Fyrir þessari ákvörðun liggja ýmsar ástæður og ættu í það minnsta sumar þeirra ekki að koma á óvart í ljósi þess sem ég hef sagt og skrifað á undanförnum misserum.Við höfum á þessum sex árum sem ég hef verið framkvæmdastjóri lækninga og síðar forstjóri gengið í gegnum miklar breytingar á rekstrarumhverfi spítalans. Á sama tíma hefur tekist að mæta kröfum um mikinn niðurskurð en við höfum engu að síður náð að viðhalda viðunandi þjónustustigi og árangri. Öll gögn sem fyrir liggja staðfesta þennan eftirtektaverða árangur og er fyrst og síðast staðfesting á þeirri elju og fagmennsku sem einkennir starfið á spítala allra landsmanna.Ég hef ítrekað bent stjórnvöldum á að lengra verði ekki gengið í niðurskurðaraðgerðum á Landspítala og að slíkt myndi leiða okkur í ógöngur. Ég hef lagt áherslu á þá grundvallarskoðun mína að enduruppbyggingartíminn sé núna, óbreytt ástand er ekki valmöguleiki. Með því á ég ekki einungis við að auka þurfi rekstrarfé spítalans heldur er umgjörð framtíðarstarfsemi hans einnig undir. Nýr Landspítali er m.a. forsenda þess að hér verði unnt að reka nútíma sjúkrahúsþjónustu sem laðar að hæft starfsfólk og veita góða þjónustu.Ég vil þakka ykkur öllum fyrir samstarfið í tíð minni sem forstjóri spítalans. Það hefur verið ómetanlegt að starfa í þessu frjóa umhverfi og ég hef sérstaklega kunnað að meta þá aðstoð, ábendingar og uppbyggilegu gagnrýni sem ég hef fengið.Mér er ljóst að hvað Landspítalann varðar er nauðsynleg uppbygging ekki í augsýn. Meðal annars þess vegna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að standa upp frá góðu verki. Ég er stoltur yfir árangri spítalans og starfsfólks hans en kýs nú að takast á við nýjar áskoranir. Nýr stjórnandi fær nú tækifæri til að leiða spítalann og það frábæra starf sem hér er unnið.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar mun Björn skýra frá ákvörðun sinni og hvers vegna hann lætur af störfum.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira