Tíu þúsund hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni Valur Grettisson skrifar 12. október 2013 07:00 Miklar úrsagnir hafa verið úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur árum. Ríflega tíu þúsund manns hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur árum samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Flestir skráðu sig úr kirkjunni árið 2010 þegar rúmlega þrjú þúsund sögðu sig úr kirkjunni á tveggja mánaða tímabili. Það sem af er ári nú hafa tæplega ellefu hundruð manns skráð sig úr þjóðkirkjunni. „Biskupinn er í vanda staddur því hann vill höfða til frjálslyndra og berjast fyrir mannréttindum en að sama skapi ekki styggja þá sem eru íhaldssamari,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt.Sigurður Hólm GunnarssonHann segir þau hjá Siðmennt, sem er óháð lífsskoðunarfélag, hafa tekið eftir mikilli óánægju í samfélaginu vegna afstöðu kirkjunnar til ýmissa mannréttindamála. „Í raun eiga kirkjunnar menn í vanda vegna þess að þeir geta ekki tekið skýra afstöðu í málum þar sem þeir reyna að höfða til sem flestra,“ segir Sigurður Hólm. Aðspurður segir hann strauminn ekki stefna til Siðmenntar en nýskráningar í lífsskoðunarfélög síðustu þrjár vikurnar eru rúmlega 300. Hann segir þó félagið finna fyrir auknum áhuga. Þau tímamót verða hjá félaginu um jólin að það fer að fá hluta af sóknargjöldum ríkisins. Kristín Þórunn TómasdóttirSéra Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Garðabæ, segir úrsagnirnar umhugsunarverðar. „Á árunum 2010-2013 er kannski ýmislegt sem hefur orðið til þess að fólk hættir að samsvara sig með kirkjunni þótt það hætti ekki að tengja við boðskapinn og þá vill það koma á framfæri ákveðnum skilaboðum eða mótmælum og sér enga aðra leið til þess en að segja sig úr kirkjunni,“ segir Kristín Þórunn. Þjóðkirkjan hefur farið í gegnum mjög erfiða umræðu um kynferðisofbeldi og nú nýlega umræðu um afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar og Hátíð vonar. „Á þessum tíma hefur líka orðið mjög jákvæð þróun í yfirstjórn kirkjunnar. Við höfum nýjan ferskan biskup sem hefur til dæmis ítrekað stuðning þjóðkirkjunnar við ólíkar fjölskyldugerðir og hjúskap samkynhneigðra,“ segir Kristín. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur orðið raunfækkun í kirkjunni um 6.303 einstaklinga. Alls eru 245 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna í ár. Árið 2010 voru 251 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna. Einstaklingum utan trúfélaga hefur fjölgað um rúmlega sex þúsund. Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Sjá meira
Ríflega tíu þúsund manns hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur árum samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Flestir skráðu sig úr kirkjunni árið 2010 þegar rúmlega þrjú þúsund sögðu sig úr kirkjunni á tveggja mánaða tímabili. Það sem af er ári nú hafa tæplega ellefu hundruð manns skráð sig úr þjóðkirkjunni. „Biskupinn er í vanda staddur því hann vill höfða til frjálslyndra og berjast fyrir mannréttindum en að sama skapi ekki styggja þá sem eru íhaldssamari,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt.Sigurður Hólm GunnarssonHann segir þau hjá Siðmennt, sem er óháð lífsskoðunarfélag, hafa tekið eftir mikilli óánægju í samfélaginu vegna afstöðu kirkjunnar til ýmissa mannréttindamála. „Í raun eiga kirkjunnar menn í vanda vegna þess að þeir geta ekki tekið skýra afstöðu í málum þar sem þeir reyna að höfða til sem flestra,“ segir Sigurður Hólm. Aðspurður segir hann strauminn ekki stefna til Siðmenntar en nýskráningar í lífsskoðunarfélög síðustu þrjár vikurnar eru rúmlega 300. Hann segir þó félagið finna fyrir auknum áhuga. Þau tímamót verða hjá félaginu um jólin að það fer að fá hluta af sóknargjöldum ríkisins. Kristín Þórunn TómasdóttirSéra Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Garðabæ, segir úrsagnirnar umhugsunarverðar. „Á árunum 2010-2013 er kannski ýmislegt sem hefur orðið til þess að fólk hættir að samsvara sig með kirkjunni þótt það hætti ekki að tengja við boðskapinn og þá vill það koma á framfæri ákveðnum skilaboðum eða mótmælum og sér enga aðra leið til þess en að segja sig úr kirkjunni,“ segir Kristín Þórunn. Þjóðkirkjan hefur farið í gegnum mjög erfiða umræðu um kynferðisofbeldi og nú nýlega umræðu um afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar og Hátíð vonar. „Á þessum tíma hefur líka orðið mjög jákvæð þróun í yfirstjórn kirkjunnar. Við höfum nýjan ferskan biskup sem hefur til dæmis ítrekað stuðning þjóðkirkjunnar við ólíkar fjölskyldugerðir og hjúskap samkynhneigðra,“ segir Kristín. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur orðið raunfækkun í kirkjunni um 6.303 einstaklinga. Alls eru 245 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna í ár. Árið 2010 voru 251 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna. Einstaklingum utan trúfélaga hefur fjölgað um rúmlega sex þúsund.
Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Sjá meira