Mun salan á Götze trufla lið Dortmund? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 í sviðsljósinu Það er spurning hvort Mario Götze spili með Dortmund í kvöld í ljósi þess að hann er á leiðinni til Bayern.nordicphotos/afp Leikmenn Borussia Dortmund mæta fullir sjálfstrausts í leikinn gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust í riðlakeppninni fyrr í vetur og þá vann Dortmund heimaleikinn sinn, 2-1, og nældi sér síðan í jafntefli, 2-2, á útivelli. Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, var líka ánægður með dráttinn og sagði að það væri gott að mæta liði sem Dortmund hefði þegar tekist að vinna í vetur. Í gær láku út þau stórtíðindi að stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, hefði verið seld til erkifjendanna í Bayern München. Það gæti truflað undirbúning liðsins og tíðindin voru klárlega ekki til þess að kæta stuðningsmenn liðsins. „Götze er að fara af því að hann var efstur á óskalista Peps Guardiola. Hann vill spila fyrir hann. Ef þetta er því einhverjum að kenna þá er það mér að kenna. Ég get ekki minnkað mig um 15 sentímetra og farið að tala spænsku,“ sagði Klopp þjálfari og var eðlilega ekkert allt of kátur með að missa Götze. „Ég vissi af þessu daginn eftir sigurinn gegn Malaga. Ég get fullvissað alla um að þetta mun ekki hafa áhrif á okkar einbeitingu. Ég vona að stuðningsmenn okkar jafni sig á þessum tíðindum og standi þétt við bakið á okkur því við erum í einstakri aðstöðu til þess að gera frábæra hluti.“ Talsvert var gert með feluleik Barcelona í gær um það hvort Lionel Messi myndi spila í gær eða ekki. Mourinho stóð ekki í neinu slíku á blaðamannafundi í gær og gaf út byrjunarlið sitt. „Þið viljið vita hvernig liðið verður, er það ekki? Ekkert mál. Í liðinu verða Diego Lopez, Sergio Ramos, Raphael Varane, Pepe, Fabio Coentrao, Sami Khedira, Xabi Alonso, Cristiano Ronaldo, Angel di Maria og Gonzalo Higuain,“ sagði Mourinho brattur. „Di Maria var að eignast dóttur í dag en getur spilað þó svo að hann sé í erfiðu andlegu ástandi.“ Flestir spá því að Real Madrid muni fara í úrslitaleikinn en Mourinho ber mikla virðingu fyrir liði Dortmund. „Ég er í undanúrslitum í sjötta skipti. Það búast allir við slíku frá mér. Þessi fjögur lið, plús Man. Utd og Juventus, eru bestu lið Evrópu. Öll þessi lið eiga möguleika og það er erfitt að spá í það hvernig þetta fer allt saman,“ sagði Portúgalinn en hann vildi lítið tjá sig um Mario Götze. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sjá meira
Leikmenn Borussia Dortmund mæta fullir sjálfstrausts í leikinn gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust í riðlakeppninni fyrr í vetur og þá vann Dortmund heimaleikinn sinn, 2-1, og nældi sér síðan í jafntefli, 2-2, á útivelli. Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, var líka ánægður með dráttinn og sagði að það væri gott að mæta liði sem Dortmund hefði þegar tekist að vinna í vetur. Í gær láku út þau stórtíðindi að stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, hefði verið seld til erkifjendanna í Bayern München. Það gæti truflað undirbúning liðsins og tíðindin voru klárlega ekki til þess að kæta stuðningsmenn liðsins. „Götze er að fara af því að hann var efstur á óskalista Peps Guardiola. Hann vill spila fyrir hann. Ef þetta er því einhverjum að kenna þá er það mér að kenna. Ég get ekki minnkað mig um 15 sentímetra og farið að tala spænsku,“ sagði Klopp þjálfari og var eðlilega ekkert allt of kátur með að missa Götze. „Ég vissi af þessu daginn eftir sigurinn gegn Malaga. Ég get fullvissað alla um að þetta mun ekki hafa áhrif á okkar einbeitingu. Ég vona að stuðningsmenn okkar jafni sig á þessum tíðindum og standi þétt við bakið á okkur því við erum í einstakri aðstöðu til þess að gera frábæra hluti.“ Talsvert var gert með feluleik Barcelona í gær um það hvort Lionel Messi myndi spila í gær eða ekki. Mourinho stóð ekki í neinu slíku á blaðamannafundi í gær og gaf út byrjunarlið sitt. „Þið viljið vita hvernig liðið verður, er það ekki? Ekkert mál. Í liðinu verða Diego Lopez, Sergio Ramos, Raphael Varane, Pepe, Fabio Coentrao, Sami Khedira, Xabi Alonso, Cristiano Ronaldo, Angel di Maria og Gonzalo Higuain,“ sagði Mourinho brattur. „Di Maria var að eignast dóttur í dag en getur spilað þó svo að hann sé í erfiðu andlegu ástandi.“ Flestir spá því að Real Madrid muni fara í úrslitaleikinn en Mourinho ber mikla virðingu fyrir liði Dortmund. „Ég er í undanúrslitum í sjötta skipti. Það búast allir við slíku frá mér. Þessi fjögur lið, plús Man. Utd og Juventus, eru bestu lið Evrópu. Öll þessi lið eiga möguleika og það er erfitt að spá í það hvernig þetta fer allt saman,“ sagði Portúgalinn en hann vildi lítið tjá sig um Mario Götze.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti