Erlent

Hrundi á háannatíma

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Björgunaraðgerðir standa nú yfir og enn eru fjölmargir fastir í rústunum.
Björgunaraðgerðir standa nú yfir og enn eru fjölmargir fastir í rústunum. Mynd/AP
Minnst sjötíu eru látnir eftir að átta hæða blokk hrundi í borginni Dakka í Bangladess í morgun. Meira en sjö hundruð eru sagðir slasaðir.

Björgunaraðgerðir standa nú yfir og talið er að enn séu um þúsund manns fastir í rústunum. Þá er mikill fjöldi fólks á vettvangi í leit að vinum og ættingjum, en björgunarmenn á svæðinu njóta aðstoðar hersins.

Ekki er vitað hvað olli hruninu en algengt er að blokkir hrynji í Bangladess þar sem mikið er um að þær séu byggðar án tilskilinna leyfa.

Blokkin sem hrundi hýsti banka, verksmiðju og nokkrar verslanir, og eru fimm þúsund manns sagðir hafa starfað í húsinu. Atvikið átti sér stað á háannatíma í morgun.

Mikill fjöldi fólks er á vettvangi í leit að vinum og ættingjum.Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×