Sjö lið tryggðu sér í kvöld sæti í umspili um sæti í Meistaradeildinni á komandi tímabili en FH-ingar vonast til þess að fylgja í fótspor þeirra þegar þeir mæta Austria Vín í Kaplakrika á morgun.
Lið sem komust áfram í kvöld eru Basel frá Sviss, Ludogorets Razgrad frá Búlgaríu, Steaua Búkarest frá Rúmeníu, Maribor frá Slóveníu, Shakhter Karagandy frá Kasakstan, Fenerbahce frá Tyrklandi og Lyon frá Frakklandi.
Öll þessi sjö lið eru komin áfram í umspilið um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og jafnframt eru þau örugg inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Svissneska liðið Basel var reyndar nærri því búið að klúðra 3-0 forystu á móti ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv. Basel vann fyrri leikinn 1-0 og komst í 3-0 í kvöld. Ísraelsmenningar náðu hinsvegar að jafna en komust ekki lengra.
Raul Meireles, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði fyrsta mark Fenerbahce í 3-1 sigri á Red Bull Salzburg en Tyrkirnir unnu 4-2 samanlagt.
Maribor gerði markalaust jafntefli við APOEL frá Kýpur en komst áfram á 1-1 jafntefli á útivelli.
Úrslitin í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld:
Maccabi Tel Aviv - Basel 3-3 (3-4 samanlagt)
Steaua Búkarest - Dinamo Tbilisi 1-1 (3-1)
Maribor - APOEL Nicosia 0-0 (1-1, Maribor áfram)
Skenderbeu - Shakhtyor Karagandy 3-2 (3-5)
Fenerbahce - Red Bull Salzburg 3-1 (4-2)
Partizan Belgrad - Ludogorets 0-1 (1-3)
Grasshopper - Lyon 0-1 (0-2)Sjö lið komin áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar
Sjö lið tryggðu sér í kvöld sæti í umspili um sæti í Meistaradeildinni á komandi tímabili en FH-ingar vonast til þess að fylgja í fótspor þeirra þegar þeir mæta Austria Vín í Kaplakrika á morgun.
Lið sem komust áfram í kvöld eru Basel frá Sviss, Ludogorets Razgrad frá Búlgaríu, Steaua Búkarest frá Rúmeníu, Maribor frá Slóveníu, Shakhter Karagandy frá Kasakstan, Fenerbahce frá Tyrklandi og Lyon frá Frakklandi.
Öll þessi sjö lið eru komin áfram í umspilið um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og jafnframt eru þau örugg inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Svissneska liðið Basel var reyndar nærri því búið að klúðra 3-0 forystu á móti ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv. Basel vann fyrri leikinn 1-0 og komst í 3-0 í kvöld. Ísraelsmenningar náðu hinsvegar að jafna en komust ekki lengra.
Raul Meireles, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði fyrsta mark Fenerbahce í 3-1 sigri á Red Bull Salzburg en Tyrkirnir unnu 4-2 samanlagt.
Maribor gerði markalaust jafntefli við APOEL frá Kýpur en komst áfram á 1-1 jafntefli á útivelli.
Úrslitin í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld:
Maccabi Tel Aviv - Basel 3-3 (3-4 samanlagt)
Steaua Búkarest - Dinamo Tbilisi 1-1 (3-1)
Maribor - APOEL Nicosia 0-0 (1-1, Maribor áfram)
Skenderbeu - Shakhtyor Karagandy 3-2 (3-5)
Fenerbahce - Red Bull Salzburg 3-1 (4-2)
Partizan Belgrad - Ludogorets 0-1 (1-3)
Grasshopper - Lyon 0-1 (0-2)
Sjö lið komin áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans
Enski boltinn

„Hjartað rifið úr okkur“
Körfubolti

KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar
Körfubolti



Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin
Enski boltinn



Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins
Körfubolti
Fleiri fréttir
