Erlent

Dularfulla stúlkan sennilega frá Ástralíu

Þorgils Jónsson skrifar
Lögreglan í Dyflinni segist vera búin að komast að uppruna stúlkunnar dularfullu, sem fannst ráfandi um götur borgarinnar fyrir um mánuði síðan. Hún er talin vera frá Ástralíu og 19 eða 20 ára gömul. Nú stendur yfir vinna með yfirvöldum þar í landi við að staðfesta hver hún er. Frá þessu segir á fréttavef Sky.

Stúlkan hafði ekkert tjáð sig frá því að hún fannst, og var því brugðið á það ráð í gær að birta myndir af henni í fjölmiðlum í von um að einhver kannaðist við hana. Ekki stóð á viðbrögðunum og nú virðist málið vera að leysast.

Í fyrstu voru uppi kenningar um að hún væri jafnvel fórnarlamb mansals, en það virðist ekki vera tilfellið þar sem hún kom af fúsum og frjálsum vilja til landsins og lögregla hefur nú útilokað að nokkuð ólöglegt tengist máli stúlkunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×