Ætla að bólusetja milljónir sýrlenskra barna Þorgils Jónsson skrifar 6. nóvember 2013 07:00 Þessi unga stúlka í Damaskus í Sýrlandi fékk í síðustu viku bóluefni gegn mænusótt. Mynd/Unicef Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) staðfesti nýlega að tíu börn í héraðinu Deir al-Zour í Sýrlandi hefðu smitast af mænusótt. Þetta er í fyrsta sinn í fjórtán ár sem mænuveiki verður vart í landinu og er talsvert bakslag fyrir baráttuna við að útrýma þessum skæða sjúkdómi og varpa ljósi á mikilvægi bólusetninga.juliette Touma„Þetta eykur enn á neyðina og er stórslys. Þetta er enn eitt dæmið um að börnin eru yfirleitt þau sem líða mest þar sem átök eiga sér stað,“ segir Juliette Touma í samtali við Fréttablaðið. Hún er talsmaður UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Sýrlandi. Síðustu tvö ár hafa bólusetningar í Sýrlandi nær lagst af vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar geisar og er talið að um hálf milljón barna sé ekki bólusett, flest á þeim svæðum þar sem átök hafa verið hvað mest. Áður en átökin brutust út er talið að um 95% sýrlenskra barna hafi verið bólusett. Talið er að veiruafbrigðið sé upprunnið í Pakistan og hafi komið til Sýrlands með pakistönskum vígamönnum sem taka þátt í borgarastyrjöldinni. Sýrlensk stjórnvöld tilkynntu á mánudag að þau myndu sjá til þess, í samvinnu við hjálparstofnanir, að öll börn í landinu yrðu bólusett. „Við höfum náð að bólusetja 41.000 börn upp á síðkastið í Deir al-Zour,“ segir Juliette og bætir því við að nú sé hafin bólusetningarherferð um allt landið sem miðar að því að bólusetja 1,6 milljónir barna gegn mænusótt, og 2,4 milljónir barna fyrir hettusótt, mislingum og rauðum hundum. „Þetta er góð byrjun, en aðgangur að stríðssvæðunum er lykilatriðið og það verður gríðarmikið verkefni að ná til allra þessara barna.“ Juliette segir að þótt bólusetningar séu mest aðkallandi verkefnið núna, sé í mörg horn að líta til að standa vörð um velferð þeirra fjögurra milljóna sýrlenskra barna sem eiga um sárt að binda vegna átakanna. „Fyrir utan bólusetningar vinnum við, ásamt samstarfsaðilum okkar, að því að koma til þeirra hreinu vatni og tryggja heilsu þeirra og öryggi ásamt menntun,“ segir hún. Baráttan gegn mænusótt á heimsvísu hefur gengið afar vel síðustu ár og er sjúkdómurinn nú aðeins landlægur í þremur löndum, Nígeríu, Pakistan og Afganistan, samanborið við 125 lönd fyrir aldarfjórðungi. Það er meðal annars að þakka átaki á vegum WHO og UNICEF með fulltingi Rótarýhreyfingarinnar og fleiri aðila. Varðandi baráttuna gegn mænuveiki á heimsvísu segir Juliette að þau tilfelli sem staðfest hafi verið í Sýrlandi séu talsvert áfall. „Það þýðir ekki bara aukna hættu á að sjúkdómurinn skjóti rótum í Sýrlandi, heldur getur hann nú dreifst með flóttafólki út til nágrannaríkjanna og enn víðar.“Hvað er mænusótt? Mænusótt, sem einnig nefnist mænuveiki eða lömunarveiki, er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem ræðst á taugakerfi manna og getur valdið varanlegri lömun á skömmum tíma. Engin lækning er við sjúkdómnum sjálfum en hægt er að hefta útbreiðslu hans með bólusetningu. Mænusótt var landlæg um öll Vesturlönd allt fram á miðja 20. öld þegar bóluefni komu fyrst fram á sjónarsviðið. Sjúkdómurinn berst manna á milli með snertingu. Veiran berst inn um munn, fjölgar sér í þörmum fólks og skilar sér aftur út með hægðum. Því er hreinlæti afar mikilvægt í baráttunni gegn útbreiðslu. Flestir sem bera veiruna eru einkennalausir og geta því dreift veirunni áfram án þess að vita af því. Sýking getur haft varanleg áhrif, til dæmis lömun, vöðvarýrnun, ofþreytu og veldur verkjum í vöðvum og liðum. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) staðfesti nýlega að tíu börn í héraðinu Deir al-Zour í Sýrlandi hefðu smitast af mænusótt. Þetta er í fyrsta sinn í fjórtán ár sem mænuveiki verður vart í landinu og er talsvert bakslag fyrir baráttuna við að útrýma þessum skæða sjúkdómi og varpa ljósi á mikilvægi bólusetninga.juliette Touma„Þetta eykur enn á neyðina og er stórslys. Þetta er enn eitt dæmið um að börnin eru yfirleitt þau sem líða mest þar sem átök eiga sér stað,“ segir Juliette Touma í samtali við Fréttablaðið. Hún er talsmaður UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Sýrlandi. Síðustu tvö ár hafa bólusetningar í Sýrlandi nær lagst af vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar geisar og er talið að um hálf milljón barna sé ekki bólusett, flest á þeim svæðum þar sem átök hafa verið hvað mest. Áður en átökin brutust út er talið að um 95% sýrlenskra barna hafi verið bólusett. Talið er að veiruafbrigðið sé upprunnið í Pakistan og hafi komið til Sýrlands með pakistönskum vígamönnum sem taka þátt í borgarastyrjöldinni. Sýrlensk stjórnvöld tilkynntu á mánudag að þau myndu sjá til þess, í samvinnu við hjálparstofnanir, að öll börn í landinu yrðu bólusett. „Við höfum náð að bólusetja 41.000 börn upp á síðkastið í Deir al-Zour,“ segir Juliette og bætir því við að nú sé hafin bólusetningarherferð um allt landið sem miðar að því að bólusetja 1,6 milljónir barna gegn mænusótt, og 2,4 milljónir barna fyrir hettusótt, mislingum og rauðum hundum. „Þetta er góð byrjun, en aðgangur að stríðssvæðunum er lykilatriðið og það verður gríðarmikið verkefni að ná til allra þessara barna.“ Juliette segir að þótt bólusetningar séu mest aðkallandi verkefnið núna, sé í mörg horn að líta til að standa vörð um velferð þeirra fjögurra milljóna sýrlenskra barna sem eiga um sárt að binda vegna átakanna. „Fyrir utan bólusetningar vinnum við, ásamt samstarfsaðilum okkar, að því að koma til þeirra hreinu vatni og tryggja heilsu þeirra og öryggi ásamt menntun,“ segir hún. Baráttan gegn mænusótt á heimsvísu hefur gengið afar vel síðustu ár og er sjúkdómurinn nú aðeins landlægur í þremur löndum, Nígeríu, Pakistan og Afganistan, samanborið við 125 lönd fyrir aldarfjórðungi. Það er meðal annars að þakka átaki á vegum WHO og UNICEF með fulltingi Rótarýhreyfingarinnar og fleiri aðila. Varðandi baráttuna gegn mænuveiki á heimsvísu segir Juliette að þau tilfelli sem staðfest hafi verið í Sýrlandi séu talsvert áfall. „Það þýðir ekki bara aukna hættu á að sjúkdómurinn skjóti rótum í Sýrlandi, heldur getur hann nú dreifst með flóttafólki út til nágrannaríkjanna og enn víðar.“Hvað er mænusótt? Mænusótt, sem einnig nefnist mænuveiki eða lömunarveiki, er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem ræðst á taugakerfi manna og getur valdið varanlegri lömun á skömmum tíma. Engin lækning er við sjúkdómnum sjálfum en hægt er að hefta útbreiðslu hans með bólusetningu. Mænusótt var landlæg um öll Vesturlönd allt fram á miðja 20. öld þegar bóluefni komu fyrst fram á sjónarsviðið. Sjúkdómurinn berst manna á milli með snertingu. Veiran berst inn um munn, fjölgar sér í þörmum fólks og skilar sér aftur út með hægðum. Því er hreinlæti afar mikilvægt í baráttunni gegn útbreiðslu. Flestir sem bera veiruna eru einkennalausir og geta því dreift veirunni áfram án þess að vita af því. Sýking getur haft varanleg áhrif, til dæmis lömun, vöðvarýrnun, ofþreytu og veldur verkjum í vöðvum og liðum.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila