Hvað er svona merkilegt við gamla Héraðskólann? Boði Logason skrifar 22. maí 2013 10:03 Halldór Páll til hægri og gamli Héraðskólinn til vinstri. Mynd/365 „Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætla að kynna nýjan stjórnarsáttmála í gamla Héraðskólahúsinu á Laugarvatni klukkan 11:15. Við heyrðum í Halldóri Páli sem hefur umsjón með húsinu. „Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa farið fram í Bláskógarbyggð, bæði á Þingvöllum og í Reykholti, svo kannski tengist það eitthvað. Þeir hafa kannski viljað vera á fallegum stað fjarri Reykjavík. Ég var bara beðinn um að aðstoða," segir Halldór Páll, inntur eftir viðbrögðum afhverju formennirnir ætla að kynna stjórnarsáttmálann þar. Hann segir að það sé mikill heiður fyrir Laugvetninga að stjórnarsáttmálinn verði kynntur á þessum stað. „Við lítum svo á að þetta sé mikill heiður fyrir húsið og varpar kastljósinu að því. Kannski verður þetta kölluð Laugarvatnsstjórnin, eins og Viðeyjarstjórnin, eða Bláskógarstjórnin. Þetta er auðvitað mikill heiður fyrir Laugarvatn, svo skemmir ekki fyrir að veðrið skartar sínu fegursta hérna núna." Gamla Héraðsskólahúsið var byggt árið 1928 út frá hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu, sem þá var svokallaður kennslumálaráðherra og þingmaður, um menntun ungmenna á Íslandi. „Það var starfsemi hér til ársins 1991 og þá var héraðsskólinn lagður af sem slíkur. Svo var rekin hér framhaldsdeild frá 1991 til 1995 en þá var sjálfstætt skólastarf lagt niður," segir Halldór Páll. Menntaskólinn á Laugavatni var svo með bókasafn þarna í samstarfi við húsmæðraskólann. Í dag er engin starfsemi í húsinu fyrir utan að þrír starfsmenn menntaskólans búa þar. „Við höfum nýtt það undir leikæfingar og kóræfingar, við erum með 70 manna nemendakór og hér eru 180 nemendur, það er ansi hátt hlutfall." Þann 12. apríl árið 2003 var héraðsskólahúsið friðað. „Og fljótlega í framhaldinu af því var farið í að lagfæra húsið, það var slöku ásigkomulagi. Þær endurbætur hafa tekist stórkostlega vel." Staða hússins nú er sú að Menntamálaráðuneytið og Ríkisskaup auglýstu í febrúar síðastliðnum eftir hugmyndum frá áhugasömum aðilum að taka húsið á leigu og reka þar starfsemi. „Þetta er eitt glæsilegasta hús á landinu og er merkisberi menntunarmála,“ segir Halldór Páll að lokum. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætla að kynna nýjan stjórnarsáttmála í gamla Héraðskólahúsinu á Laugarvatni klukkan 11:15. Við heyrðum í Halldóri Páli sem hefur umsjón með húsinu. „Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa farið fram í Bláskógarbyggð, bæði á Þingvöllum og í Reykholti, svo kannski tengist það eitthvað. Þeir hafa kannski viljað vera á fallegum stað fjarri Reykjavík. Ég var bara beðinn um að aðstoða," segir Halldór Páll, inntur eftir viðbrögðum afhverju formennirnir ætla að kynna stjórnarsáttmálann þar. Hann segir að það sé mikill heiður fyrir Laugvetninga að stjórnarsáttmálinn verði kynntur á þessum stað. „Við lítum svo á að þetta sé mikill heiður fyrir húsið og varpar kastljósinu að því. Kannski verður þetta kölluð Laugarvatnsstjórnin, eins og Viðeyjarstjórnin, eða Bláskógarstjórnin. Þetta er auðvitað mikill heiður fyrir Laugarvatn, svo skemmir ekki fyrir að veðrið skartar sínu fegursta hérna núna." Gamla Héraðsskólahúsið var byggt árið 1928 út frá hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu, sem þá var svokallaður kennslumálaráðherra og þingmaður, um menntun ungmenna á Íslandi. „Það var starfsemi hér til ársins 1991 og þá var héraðsskólinn lagður af sem slíkur. Svo var rekin hér framhaldsdeild frá 1991 til 1995 en þá var sjálfstætt skólastarf lagt niður," segir Halldór Páll. Menntaskólinn á Laugavatni var svo með bókasafn þarna í samstarfi við húsmæðraskólann. Í dag er engin starfsemi í húsinu fyrir utan að þrír starfsmenn menntaskólans búa þar. „Við höfum nýtt það undir leikæfingar og kóræfingar, við erum með 70 manna nemendakór og hér eru 180 nemendur, það er ansi hátt hlutfall." Þann 12. apríl árið 2003 var héraðsskólahúsið friðað. „Og fljótlega í framhaldinu af því var farið í að lagfæra húsið, það var slöku ásigkomulagi. Þær endurbætur hafa tekist stórkostlega vel." Staða hússins nú er sú að Menntamálaráðuneytið og Ríkisskaup auglýstu í febrúar síðastliðnum eftir hugmyndum frá áhugasömum aðilum að taka húsið á leigu og reka þar starfsemi. „Þetta er eitt glæsilegasta hús á landinu og er merkisberi menntunarmála,“ segir Halldór Páll að lokum.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira