Erlent

Fjöldamorðingjanum banað

Kurt Myers og rakarastofan í Mohawk.
Kurt Myers og rakarastofan í Mohawk.
Lögregluyfirvöld í New York fylki í Bandaríkjunum skutu 64 ára gamlan mann til bana í morgunsárið vestanhafs. Maðurinn banaði fjórum og særði tvo í tveimur aðskildum skotárásum í bæjunum Mohawk og Hermiker í fylkinu í gær.

Hinn 64 ára gamli Kurt Myers hélt til í yfirgefinni byggingu í Mohawk í 19 klukkustundir. Myers hafði skotið á lögreglumenn sem umkringdu bygginguna og svöruðu lögreglumenn í sömu mynt. Um tíma ríkti mikil óvissa hvort Myers væri enn á lífi en honum var banað í morgunsárið af lögreglumönnunum.

Myers skaut tvo til bana og særði tvo til viðbótar á rakarastofu í Mohawk. Myers hafði verið viðskiptavinur stofunnar en ekki sést til hans á stofunni í tvö ár. Á Myers að hafa spurt rakarann hvort hann myndi eftir sér. Því játaði rakarinn og var þvínæst skotinn til bana. Síðari morðin gerðust á bílaþvottastöð í Hermiker.

Ekki liggur fyrir hvers vegna Myers myrti fólkið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×