Erlent

Fjórir látnir eftir skotárás á rakarastofu og bílaþvottastöð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjórir liggja í valnum og að minnsta kosti tveir særðust í tveimur skotárásum í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag.

Skotárásirnar áttu sér stað á Rakarastofu John's í Hermiker og Bílaþvottastöð Gaffey's í Mohawk. Um aðliggjandi bæi í fylkinu er að ræða á milli borganna Syracuse og Albany.

Lögregluyfirvöld staðfestu í samtali við NBC-fréttastofuna að hins grunaða sé enn leitað. Lögreglan vildi ekkert gefa upp um ástandið á hinum særðu.

Skömmu áður en skotárásin í Mohawk átti sér stað kom upp eldru í byggingu í bænum. Utiva Observer Dispatch greinir frá því að lögreglumenn hafi sést bera skotvopn úr byggingunni þar sem eldurinn kom upp.

Skólum á svæðinu hefur verið lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×