Erlent

Mandela þungt haldinn á spítala

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Heilsu Mandela hefur hrakað mikið undanfarið, en hann er 94 ára gamall.
Heilsu Mandela hefur hrakað mikið undanfarið, en hann er 94 ára gamall. mynd/AFP
Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður Afríku liggur þungt haldinn á spítala samkvæmt upplýsingum frá Jacob Zuma, forseta landsins.

Í yfirlýsingunni kemur fram að Mandela sé í góðum höndum og verið sé að gera allt til þess að hjálpa forsetanum fyrrverandi.

Mandela var fluttur á spítala fyrr í mánuðinum vegna lungnasýkingar, í þriðja sinn á þessu ári.

Zuma heimsótti Mandela á spítalann síðdegis í dag og fékk þær upplýsingar að ástand hans hefði versnað undanfarinn sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×