Erlent

Mótmæli í 48 borgum

Mótmælin hófust í Istanbul og hefur lögreglan mætt þeim af hörku og handtekið tæplega þúsund manns víðsvegar um landið.
Mótmælin hófust í Istanbul og hefur lögreglan mætt þeim af hörku og handtekið tæplega þúsund manns víðsvegar um landið. Mynd/AFP

Mótmæli gegn stjórnvöldum í Tyrklandi halda áfram að breiðast út og í gær var mótmælt í fjörutíu og átta borgum í landinu.

Mótmælin hófust í Istanbul og hefur lögreglan mætt þeim af hörku og handtekið tæplega þúsund manns víðsvegar um landið.

Innanríkisráðherrann Muammer Guler segir að tuttugu og sex lögreglumenn og fimmtíu og þrír óbreyttir brogarar hafi slasast. Andófsmenn fullyrða hinsvegar að mun fleiri borgarar hafi slasast.

Litlar fregnir hafa borist af mótmælum nú í morgunsárið en óttast er að átökin eigi eftir að harðna þegar líða tekur á daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×