Erlent

Ein Pussy Riot kvenna í hungurverkfall

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Nadezhda Tolokonnikova í júlí síðastliðinum.
Nadezhda Tolokonnikova í júlí síðastliðinum. Mynd/AP

Nadezhda Tolokonnikova, ein meðlima rússnesku kvennapönksveitarinnar Pussy Riot, segist vera að hefja hungurverkfall í fangabúðunum, þar sem hún afplánar nú tveggja ára dóm.

Hún sendi frá sér yfirlýsingu á bloggsíðu hljómsveitarinnar í morgun, þar sem hún segist neydd til að vinna í allt að sautján klukkustundir á sólarhring. Í fangabúðunum er hún látin vinna við að framleiða lögreglubúninga.

Þá segir hún að einn fangavarðanna hafi í síðasta mánuði hótað sér lífláti. 

Hún var handtekin á síðasta ári ásamt tveimur öðrum konum í hljómsveitinni eftir uppákomu í dómkirkjunni í Moskvu, þar sem hljómsveitin efndi til mótmæla gegn rússneskum stjórnvöldum og Vladimír Pútín forseta sérstaklega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×