Pútín hvetur Obama til að fara sér hægt Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. september 2013 10:45 Pútín og Obama takast í hendur árið 2006. Mynd/AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir það vekja ugg hve algengt það sé orðið að Bandaríkin beiti hernaði til að grípa inn í átök í öðrum ríkjum. „Milljónir manna víða um heim eru í auknum mæli hætt að líta Bandaríkin sem fyrirmynd lýðræðis heldur reiði þau sig einungis á hráa valdbeitingu, og hrófla saman bandalögum undir slagorðinu: Annað hvort ertu með okkur eða þú ert á móti okkur,” skrifar Pútín í grein, sem birtist í bandaríska dagblaðinu New York Times í morgun. Hann segir valdbeitinguna hins vegar hafa reynst áhrifalitla og marklausa, hvort sem litið er til Afganistans, Líbíu eða Íraks, og varar Bandaríkin við að endurtaka mistökin í Sýrlandi. „Engu skiptir hve hnitmiðaðar árásirnar eru eða hve fullkomin vopnin eru, óhjákvæmlegt er að almennir borgarar láti lífið, þar á meðal aldrað fólk og börnin, sem árásirnar eiga að verja,” skrifar Pútín. Hann hvetur Barack Obama til að fara að alþjóðalögum og reyna að leysa málin með friðsamlegum hætti frekar en að nota „tungumál valdsins”, og varar við því að Sameinuðu þjóðanna geti beðið sömu örlög og Þjóðabandalagsins, sem stofnað var árið 1919 en leið undir lok eftir seinni heimsstyrjöldina. „Þetta gæti gerst ef áhrifarík ríki ganga framhjá Sameinuðu þjóðunum og leggja út í hernað án samþykkis öryggisráðsins,” segir Pútín. Hann segist ánægður með að samskipti hans og Obama einkennist í vaxandi mæli af gagnkvæmu trausti, en varar við tali Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin njóti sérstöðu og séu öðru vísi en aðrar þjóðir: „Það er afskaplega hættulegt að hvetja fólk til að líta á sig sem einstakt í sinni röð, hver svo sem hvötin er.” Þarna er hann að vísa til orða Obamas í ávarpi hans á þriðjudagskvöld, þar sem Obama sagði að „hugsjónir og lífsreglur” Bandaríkjamanna séu í húfi í Sýrlandi: „Þetta er það sem gerir Bandaríkin frábrugðin öðrum,” sagði Obama. „Þetta er það sem gerir okkur einstök.” Pútín hittir í dag John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hyggst spyrja Rússlandsforseta ítarlega út í það hvernig Rússar hugsa sér að fá Sýrlendinga til að afhenda efnavopn sín aðþjóðlegum eftirlitsmönnum. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir það vekja ugg hve algengt það sé orðið að Bandaríkin beiti hernaði til að grípa inn í átök í öðrum ríkjum. „Milljónir manna víða um heim eru í auknum mæli hætt að líta Bandaríkin sem fyrirmynd lýðræðis heldur reiði þau sig einungis á hráa valdbeitingu, og hrófla saman bandalögum undir slagorðinu: Annað hvort ertu með okkur eða þú ert á móti okkur,” skrifar Pútín í grein, sem birtist í bandaríska dagblaðinu New York Times í morgun. Hann segir valdbeitinguna hins vegar hafa reynst áhrifalitla og marklausa, hvort sem litið er til Afganistans, Líbíu eða Íraks, og varar Bandaríkin við að endurtaka mistökin í Sýrlandi. „Engu skiptir hve hnitmiðaðar árásirnar eru eða hve fullkomin vopnin eru, óhjákvæmlegt er að almennir borgarar láti lífið, þar á meðal aldrað fólk og börnin, sem árásirnar eiga að verja,” skrifar Pútín. Hann hvetur Barack Obama til að fara að alþjóðalögum og reyna að leysa málin með friðsamlegum hætti frekar en að nota „tungumál valdsins”, og varar við því að Sameinuðu þjóðanna geti beðið sömu örlög og Þjóðabandalagsins, sem stofnað var árið 1919 en leið undir lok eftir seinni heimsstyrjöldina. „Þetta gæti gerst ef áhrifarík ríki ganga framhjá Sameinuðu þjóðunum og leggja út í hernað án samþykkis öryggisráðsins,” segir Pútín. Hann segist ánægður með að samskipti hans og Obama einkennist í vaxandi mæli af gagnkvæmu trausti, en varar við tali Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin njóti sérstöðu og séu öðru vísi en aðrar þjóðir: „Það er afskaplega hættulegt að hvetja fólk til að líta á sig sem einstakt í sinni röð, hver svo sem hvötin er.” Þarna er hann að vísa til orða Obamas í ávarpi hans á þriðjudagskvöld, þar sem Obama sagði að „hugsjónir og lífsreglur” Bandaríkjamanna séu í húfi í Sýrlandi: „Þetta er það sem gerir Bandaríkin frábrugðin öðrum,” sagði Obama. „Þetta er það sem gerir okkur einstök.” Pútín hittir í dag John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hyggst spyrja Rússlandsforseta ítarlega út í það hvernig Rússar hugsa sér að fá Sýrlendinga til að afhenda efnavopn sín aðþjóðlegum eftirlitsmönnum.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira