Feðgar vilja byggja tíu hótel Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. janúar 2013 06:00 Hreiðar og Hermann Sonur hans Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður og faðir hans Hreiðar Hermannsson trúa á áframhaldandi vöxt í ferðaiðnaði og hyggjast reisa tíu hótel með samtals 1.001 herbergi. Áætlaður kostnaður er sex milljarðar króna. „Þetta lítur sífellt betur út eftir því sem maður fær meiri upplýsingar," segir Hreiðar Hermannsson, hjá félaginu Stracta Construction, sem áformar að reisa tíu hótel hérlendis með samtals 1.001 herbergi. Eigandi Stracta með Hreiðari er Hermann sonur hans, knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum. Að sögn Hreiðars eru staðirnir í kortunum hjá þeim feðgum Hveragerði, Stokkseyri eða Eyrarbakki, Reykholt, Hella, Hvolsvöllur, Vestmannaeyjar, Vík, Skaftafell, Austurland, Húsavík og Stykkishólmur. Lengst séu málin komin á Hellu, þar sem félagið hafi þegar fengið lóð norðan við Gaddstaðaflatir. Framvindan hangi á því hvar og hvenær byggingarlóðir fáist. „Maður þykist góður ef það nást tvö, hugsanlega þrjú hótel í gang á þessu ári en væntanlega verður allt tilbúið að vori 2014," segir Hreiðar, sem kveður sveitarfélögin áhugasöm. „Menn sjá að í kringum hvert hótel eru jafnvel 30 til 35 fastir starfsmenn." Hreiðar segir samanlögðum gistinóttum í heilsárshótelum og í sumargistingu hafa fjölgað um meira en 300 þúsund í fyrra og að þær hafi farið yfir tvær milljónir. „Og spáin er bara eins áfram," segir hann. Hreiðar er húsasmíðameistari en kveðst hafa verið í gistirekstri á Spáni, í Danmörku og á Akureyri. Samfara hótelrekstrinum hér segir hann að rekin verði ferðaskrifstofan 1001 nótt sem markaðssetji hótelin erlendis. Þau verði þriggja stjörnu heilsárshótel sem miði á millistéttina og verði rekin undir nafninu Stracta Hotel Group. Hreiðar segir ætlunina að gestir geti dvalið á hverju hóteli í þrjá til sex daga og sótt sér afþreyingu þaðan. „Þetta er byggt á því að fólk stoppi ekki bara eina nótt, það skiptir höfuðmáli," segir hann. Aðspurður segir Hreiðar byggingarkostnað nú gróflega áætlaðan um sex milljónir króna á hvert herbergi, eða um sex milljarðar alls. Verkefnið muni njóta hagkvæmni stærðarinnar. Varðandi framtíðarhorfur vísar hann í stöðuna á markaðnum. „Það er allt stopp frá Reykjavík og austur fyrir Hornafjörð – þar er ekkert laust herbergi til yfir sumartímann. Það er ekki hægt að fjölga ferðamönnum úti á landi nema fjölga hótelum." Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður og faðir hans Hreiðar Hermannsson trúa á áframhaldandi vöxt í ferðaiðnaði og hyggjast reisa tíu hótel með samtals 1.001 herbergi. Áætlaður kostnaður er sex milljarðar króna. „Þetta lítur sífellt betur út eftir því sem maður fær meiri upplýsingar," segir Hreiðar Hermannsson, hjá félaginu Stracta Construction, sem áformar að reisa tíu hótel hérlendis með samtals 1.001 herbergi. Eigandi Stracta með Hreiðari er Hermann sonur hans, knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum. Að sögn Hreiðars eru staðirnir í kortunum hjá þeim feðgum Hveragerði, Stokkseyri eða Eyrarbakki, Reykholt, Hella, Hvolsvöllur, Vestmannaeyjar, Vík, Skaftafell, Austurland, Húsavík og Stykkishólmur. Lengst séu málin komin á Hellu, þar sem félagið hafi þegar fengið lóð norðan við Gaddstaðaflatir. Framvindan hangi á því hvar og hvenær byggingarlóðir fáist. „Maður þykist góður ef það nást tvö, hugsanlega þrjú hótel í gang á þessu ári en væntanlega verður allt tilbúið að vori 2014," segir Hreiðar, sem kveður sveitarfélögin áhugasöm. „Menn sjá að í kringum hvert hótel eru jafnvel 30 til 35 fastir starfsmenn." Hreiðar segir samanlögðum gistinóttum í heilsárshótelum og í sumargistingu hafa fjölgað um meira en 300 þúsund í fyrra og að þær hafi farið yfir tvær milljónir. „Og spáin er bara eins áfram," segir hann. Hreiðar er húsasmíðameistari en kveðst hafa verið í gistirekstri á Spáni, í Danmörku og á Akureyri. Samfara hótelrekstrinum hér segir hann að rekin verði ferðaskrifstofan 1001 nótt sem markaðssetji hótelin erlendis. Þau verði þriggja stjörnu heilsárshótel sem miði á millistéttina og verði rekin undir nafninu Stracta Hotel Group. Hreiðar segir ætlunina að gestir geti dvalið á hverju hóteli í þrjá til sex daga og sótt sér afþreyingu þaðan. „Þetta er byggt á því að fólk stoppi ekki bara eina nótt, það skiptir höfuðmáli," segir hann. Aðspurður segir Hreiðar byggingarkostnað nú gróflega áætlaðan um sex milljónir króna á hvert herbergi, eða um sex milljarðar alls. Verkefnið muni njóta hagkvæmni stærðarinnar. Varðandi framtíðarhorfur vísar hann í stöðuna á markaðnum. „Það er allt stopp frá Reykjavík og austur fyrir Hornafjörð – þar er ekkert laust herbergi til yfir sumartímann. Það er ekki hægt að fjölga ferðamönnum úti á landi nema fjölga hótelum."
Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira