Feðgar vilja byggja tíu hótel Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. janúar 2013 06:00 Hreiðar og Hermann Sonur hans Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður og faðir hans Hreiðar Hermannsson trúa á áframhaldandi vöxt í ferðaiðnaði og hyggjast reisa tíu hótel með samtals 1.001 herbergi. Áætlaður kostnaður er sex milljarðar króna. „Þetta lítur sífellt betur út eftir því sem maður fær meiri upplýsingar," segir Hreiðar Hermannsson, hjá félaginu Stracta Construction, sem áformar að reisa tíu hótel hérlendis með samtals 1.001 herbergi. Eigandi Stracta með Hreiðari er Hermann sonur hans, knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum. Að sögn Hreiðars eru staðirnir í kortunum hjá þeim feðgum Hveragerði, Stokkseyri eða Eyrarbakki, Reykholt, Hella, Hvolsvöllur, Vestmannaeyjar, Vík, Skaftafell, Austurland, Húsavík og Stykkishólmur. Lengst séu málin komin á Hellu, þar sem félagið hafi þegar fengið lóð norðan við Gaddstaðaflatir. Framvindan hangi á því hvar og hvenær byggingarlóðir fáist. „Maður þykist góður ef það nást tvö, hugsanlega þrjú hótel í gang á þessu ári en væntanlega verður allt tilbúið að vori 2014," segir Hreiðar, sem kveður sveitarfélögin áhugasöm. „Menn sjá að í kringum hvert hótel eru jafnvel 30 til 35 fastir starfsmenn." Hreiðar segir samanlögðum gistinóttum í heilsárshótelum og í sumargistingu hafa fjölgað um meira en 300 þúsund í fyrra og að þær hafi farið yfir tvær milljónir. „Og spáin er bara eins áfram," segir hann. Hreiðar er húsasmíðameistari en kveðst hafa verið í gistirekstri á Spáni, í Danmörku og á Akureyri. Samfara hótelrekstrinum hér segir hann að rekin verði ferðaskrifstofan 1001 nótt sem markaðssetji hótelin erlendis. Þau verði þriggja stjörnu heilsárshótel sem miði á millistéttina og verði rekin undir nafninu Stracta Hotel Group. Hreiðar segir ætlunina að gestir geti dvalið á hverju hóteli í þrjá til sex daga og sótt sér afþreyingu þaðan. „Þetta er byggt á því að fólk stoppi ekki bara eina nótt, það skiptir höfuðmáli," segir hann. Aðspurður segir Hreiðar byggingarkostnað nú gróflega áætlaðan um sex milljónir króna á hvert herbergi, eða um sex milljarðar alls. Verkefnið muni njóta hagkvæmni stærðarinnar. Varðandi framtíðarhorfur vísar hann í stöðuna á markaðnum. „Það er allt stopp frá Reykjavík og austur fyrir Hornafjörð – þar er ekkert laust herbergi til yfir sumartímann. Það er ekki hægt að fjölga ferðamönnum úti á landi nema fjölga hótelum." Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður og faðir hans Hreiðar Hermannsson trúa á áframhaldandi vöxt í ferðaiðnaði og hyggjast reisa tíu hótel með samtals 1.001 herbergi. Áætlaður kostnaður er sex milljarðar króna. „Þetta lítur sífellt betur út eftir því sem maður fær meiri upplýsingar," segir Hreiðar Hermannsson, hjá félaginu Stracta Construction, sem áformar að reisa tíu hótel hérlendis með samtals 1.001 herbergi. Eigandi Stracta með Hreiðari er Hermann sonur hans, knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum. Að sögn Hreiðars eru staðirnir í kortunum hjá þeim feðgum Hveragerði, Stokkseyri eða Eyrarbakki, Reykholt, Hella, Hvolsvöllur, Vestmannaeyjar, Vík, Skaftafell, Austurland, Húsavík og Stykkishólmur. Lengst séu málin komin á Hellu, þar sem félagið hafi þegar fengið lóð norðan við Gaddstaðaflatir. Framvindan hangi á því hvar og hvenær byggingarlóðir fáist. „Maður þykist góður ef það nást tvö, hugsanlega þrjú hótel í gang á þessu ári en væntanlega verður allt tilbúið að vori 2014," segir Hreiðar, sem kveður sveitarfélögin áhugasöm. „Menn sjá að í kringum hvert hótel eru jafnvel 30 til 35 fastir starfsmenn." Hreiðar segir samanlögðum gistinóttum í heilsárshótelum og í sumargistingu hafa fjölgað um meira en 300 þúsund í fyrra og að þær hafi farið yfir tvær milljónir. „Og spáin er bara eins áfram," segir hann. Hreiðar er húsasmíðameistari en kveðst hafa verið í gistirekstri á Spáni, í Danmörku og á Akureyri. Samfara hótelrekstrinum hér segir hann að rekin verði ferðaskrifstofan 1001 nótt sem markaðssetji hótelin erlendis. Þau verði þriggja stjörnu heilsárshótel sem miði á millistéttina og verði rekin undir nafninu Stracta Hotel Group. Hreiðar segir ætlunina að gestir geti dvalið á hverju hóteli í þrjá til sex daga og sótt sér afþreyingu þaðan. „Þetta er byggt á því að fólk stoppi ekki bara eina nótt, það skiptir höfuðmáli," segir hann. Aðspurður segir Hreiðar byggingarkostnað nú gróflega áætlaðan um sex milljónir króna á hvert herbergi, eða um sex milljarðar alls. Verkefnið muni njóta hagkvæmni stærðarinnar. Varðandi framtíðarhorfur vísar hann í stöðuna á markaðnum. „Það er allt stopp frá Reykjavík og austur fyrir Hornafjörð – þar er ekkert laust herbergi til yfir sumartímann. Það er ekki hægt að fjölga ferðamönnum úti á landi nema fjölga hótelum."
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira