Enski boltinn

Shaw verður áfram hjá Southampton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Bakvörðurinn Luke Shaw, sem er aðeins sautján ára gamall, ætlar að skrifa undir langtímasamning við Southampton á átján ára afmælisdegi sínum í sumar.

Shaw hefur vakið athygli margra liða fyrir frammistöðu sína og var talið að Arsenal myndi gera tilboð í kappann.

En Shaw segir að hann hafi rætt við forráðamenn Southampton og komist að þeirri niðurstöðu að hann verði áfram hjá félaginu næstu árin.

„Ég tel að krökkum eins og mér sé best borgið hjá Southampton," sagði hann. „Ég er að spila í ensku úrvalsdeildinni og það er nóg fyrir mig. Ég vil bara halda áfram."

„Ég hef verið hjá Southampton síðan ég var mjög ungur og held að þeir séu ánægðir með mig hér. Þetta er frábært félag fyrir unga leikmenn."

Knattspyrnumenn í Englandi mega ekki skrifa undir atvinnumannasamning fyrr en þeir verða átján ára gamlir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×