Erlent

Mynd af líki unglingsdrengs á Google Maps

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Google hefur ákveðið að fjarlægja  loftmynd af vef sínum Google Maps þar sem lík 14 ára drengs, Kevin Barrea, sést liggjandi við járnbrautarteina. Faðir drengsins, Richard Barrea, óskaði eftir því við Google að myndin yrði fjarlægð. Kevin var myrtur árið 2009 og morðinginn hefur ekki enn fundist.Þetta kemur fram á CNN. 

Það var ekki fyrr en í síðustu viku að faðir drengsins áttaði sig á því að myndina væri að finna á vefsíðunni. Hann sagði að slæmar minningar hefðu hellst yfir hann þegar hann sá myndina og honum hefði liðið eins og það hefði gerst í gær, að morðið átti sér stað.

Á myndinni má sjá lögreglubíl og fólk sem eru líklega rannsakendur á vettvangi.

Brian McClendon, aðstoðarforstjóri Google Maps, segir það taka átta daga fyrir Google að skipta myndinni út. Google hafi þegar sett sig í samband við fjölskyldu Kevin til að upplýsa þau um gang mála og votta samúð sína. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×