Það var ekki fyrr en í síðustu viku að faðir drengsins áttaði sig á því að myndina væri að finna á vefsíðunni. Hann sagði að slæmar minningar hefðu hellst yfir hann þegar hann sá myndina og honum hefði liðið eins og það hefði gerst í gær, að morðið átti sér stað.
Á myndinni má sjá lögreglubíl og fólk sem eru líklega rannsakendur á vettvangi.
Brian McClendon, aðstoðarforstjóri Google Maps, segir það taka átta daga fyrir Google að skipta myndinni út. Google hafi þegar sett sig í samband við fjölskyldu Kevin til að upplýsa þau um gang mála og votta samúð sína.