Erlent

Sagðir tengjast hryðjuverkahópum

Þorgils Jónsson skrifar
Lögregla í Tyrklandi hefur handtekið tuttugu manns til viðbótar vegna gruns um spellvirki eða að þeir tengist hryðjuverkahópum.
Lögregla í Tyrklandi hefur handtekið tuttugu manns til viðbótar vegna gruns um spellvirki eða að þeir tengist hryðjuverkahópum. NordicPhotos/AFP
Ríkisfjölmiðillinn í Tyrklandi, Anadolu, greinir frá því að lögreglan hafi handtekið tuttugu manns hið minnsta í höfuðborginni Ankara fyrir þátttöku í mótmælum síðustu vikna.

Samkvæmt frétt Anadolu gerði lögregla húsleit á um 30 stöðum og voru hinir handteknu sakaðir um að tengjast hryðjuverkasamtökum og grunaðir um að hafa ráðist á lögreglu og unnið skemmdarverk á meðan óeirðum stóð.

Mótmælin í Tyrklandi hafa nú staðið í rúmar þrjár vikur með átökum í stærstu borgum landsins þar sem þúsundir manna hafa verið teknir höndum. Ástæður bak óeirðanna má að mestu rekja til óánægu meðal almennra borgara vegna meintra ofríkistilburða Recep Tayyip Erdogans forsætisráðherra, sem mörgum þykir einnig móta lagasetningar of mikið á forsendum trúarbragða.

Í gær þustu þúsundir manna út á götur Istanbúl eftir að dómstólar höfðu aflétt gæsluvarðhaldi yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir að drepa mótmælanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×