Brandarinn var svo óviðeigandi að hann gæti valdið réttarspjöllum Jóhannes Stefánsson skrifar 25. júní 2013 21:12 Fjölskylda Trayvon Martin var viðstödd réttarhöldin Mynd/ AFP Lögmaður George Zimmerman sagði vandræðalegan og óviðeigandi brandara við réttarhöldin sem gætu leitt til þess að hefja þyrfti málaferlin upp á nýtt. Zimmerman er ákærður fyrir að hafa skotið og myrt hinn 17 ára og þeldökka Trayvon Martin er hann var gangandi heim úr kjörbúð. Lögmaðurinn heitir Don West og sagði brandarann í upphafi málflutningsræðu sinnar fyrir framan fjölskyldu og ættingja hins látna. Málið á hendur Zimmerman hefur vakið gríðarlega fjölmiðlaathygli vestanhafs, en brandarinn á rætur sínar að rekja til þess að mjög erfitt reyndist að finna kviðdómendur í málið sem þekktu ekki til þess vegna umfjöllunarinnar. Brandarinn var svohljóðandi: „Bank bank." „Hver er þar?" „George Zimmerman." „Hvaða George Zimmerman?" „Allt í lagi, gott. Þið eruð semsagt í kviðdómnum." Alan Dershowitz, sem er frægur bandarískur lögmaður, sagði við CNN að Zimmerman ætti að bera það upp við dómarann í málinu að lögmaður hans hefði verið svo óviðeigandi í orðum sínum að réttast væri að hefja málið að nýju. Dershowitz sagði að brandarar af þessu tagi ættu alls ekki heima í morðmálum og þá sérstaklega ekki ef fjölskylda fórnarlambsins væri viðstödd. Nánar er sagt frá málinu á Fox News, en það er einnig rætt í meðfylgjandi myndbandi: Watch the latest video at video.foxnews.com Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Lögmaður George Zimmerman sagði vandræðalegan og óviðeigandi brandara við réttarhöldin sem gætu leitt til þess að hefja þyrfti málaferlin upp á nýtt. Zimmerman er ákærður fyrir að hafa skotið og myrt hinn 17 ára og þeldökka Trayvon Martin er hann var gangandi heim úr kjörbúð. Lögmaðurinn heitir Don West og sagði brandarann í upphafi málflutningsræðu sinnar fyrir framan fjölskyldu og ættingja hins látna. Málið á hendur Zimmerman hefur vakið gríðarlega fjölmiðlaathygli vestanhafs, en brandarinn á rætur sínar að rekja til þess að mjög erfitt reyndist að finna kviðdómendur í málið sem þekktu ekki til þess vegna umfjöllunarinnar. Brandarinn var svohljóðandi: „Bank bank." „Hver er þar?" „George Zimmerman." „Hvaða George Zimmerman?" „Allt í lagi, gott. Þið eruð semsagt í kviðdómnum." Alan Dershowitz, sem er frægur bandarískur lögmaður, sagði við CNN að Zimmerman ætti að bera það upp við dómarann í málinu að lögmaður hans hefði verið svo óviðeigandi í orðum sínum að réttast væri að hefja málið að nýju. Dershowitz sagði að brandarar af þessu tagi ættu alls ekki heima í morðmálum og þá sérstaklega ekki ef fjölskylda fórnarlambsins væri viðstödd. Nánar er sagt frá málinu á Fox News, en það er einnig rætt í meðfylgjandi myndbandi: Watch the latest video at video.foxnews.com
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira