Erlent

Um 6.500 manns hafa farist

Freyr Bjarnason skrifar
Indverskur maður hangir yfir straumþungri ánni í reipi í bænum Govindghat.
Indverskur maður hangir yfir straumþungri ánni í reipi í bænum Govindghat. NOrdicphotos/Getty
Að minnsta kosti 6.500 manns hafa farist af völdum flóða og aurskriða í ríkinu Uttarakhand í norðurhluta Indlands. Vegna slæms veðurs gekk erfiðlega að flytja íbúa ríkisins í burtu frá hættusvæðinu í gær.

Þyrluflugvélar hersins voru notaðar til að flytja fólk í burtu þegar veður var hagstætt og náðist að flytja meira en tvö þúsund manns í öruggt skjól. Enn eru þúsundir manna strandaglópar uppi í fjöllum í bænum Badrinath og björgunarstarfsmenn unnu í því að koma þeim í burtu. Að sögn bandaríska sendiherranum Nancy J. Powell hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að veita 150 þúsund dali í hjálparstarfið.

Hundruð þúsunda hindúa fara í pílagrímsferðir til Uttarakhand á hverju sumri til að heimsækja fjóra af helgustu stöðum hindúatrúar. Venjulega ferðast þeir þangað áður en monsúnrigningin gengur yfir í júlí en á þessu ári var rigningin fyrr á ferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×