Erlent

Drápu níu ferðamenn

Freyr Bjarnason skrifar
naga parbat Níu erlendir ferðamenn voru drepnir í grunnbúðum fjallsins Naga Parbat.
naga parbat Níu erlendir ferðamenn voru drepnir í grunnbúðum fjallsins Naga Parbat. AP
Íslamskir vígamenn klæddir lögreglubúningum skutu níu erlenda ferðamenn og einn Pakistana til bana aðfaranótt sunnudags. Morðin áttu sér stað í grunnbúðum Nanga Parbat, sem er níunda hæsta fjall heimsins.

Fimm af látnu erlendu ferðamönnunum voru Úkraínumenn, þrír Kínverjar og einn Rússi. Einn kínverskur ferðamaður særðist í árásinni.

Talíbanar hafa lýst árásinni á hendur sér og segja hana hefnd fyrir Waliur Rehman, háttsettan talíbana í Pakistan, sem féll í árás Bandaríkjamanna í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×