Íslandsmeistarar FH munu mæta lítháiska liðinu Ekranas í annarri umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í morgun.
FH var nokkuð heppið með drátt en Ekranas var líklega slakasti liðið af þeim sem FH gat mætt. FH gat einnig mætt liðum eins og Celtic og Molde en af því varð ekki.
Fyrri leikurinn fer fram 16. eða 17. júlí og sá síðari viku síðar.
FH þarf að komast í gegnum þessa umferð og tvær í viðbót til þess að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Drátturinn í riðli FH:
Sligo Rovers - Molde
Elfsborg - Daugava
HJK Helsinki - Nömme Kalje
Ekranas - FH
New Saints - Legia Varsjá
Celtic - Cliftonville
FH á leið til Litháen

Mest lesið



Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn
Íslenski boltinn




Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær
Íslenski boltinn


