Erlent

Tíu létust í flugslysi í Alaska

Jakob Bjarnar skrifar
Alvarlegt flugslys var í gær í Alaska.
Alvarlegt flugslys var í gær í Alaska.
Tíu fórust í gær, þegar sjóflugvél brotlenti og varð alelda á flugvelli í Soldotna í Alaska. Reuters hefur þetta eftir þarlendum yfirvöldum.

Enginn komst lífs af að sögn lögreglunnar í Soldotna. Vélin var af gerðinni Havilland DHC-3 Otter og var gerð út af leiguflugfélaginu Rediske Air. Ekki liggur fyrir hvort slysið varð við flugtak eða lendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×