Erlent

Fimmtán drepnir í Kairó

Jakob Bjarnar skrifar
Átök milli stuðningsmanna Mursi og hersins fara nú harðnandi.
Átök milli stuðningsmanna Mursi og hersins fara nú harðnandi.
Að minnsta kosti fimmtán voru skotnir til bana í Kairó í dag að sögn heilbrigðisyfirvalda í Egyptalandi.

Þetta var þegar skotið var á stuðningsmenn fyrrverandi forseta landsins, Mohamed Mursi, en þeir eru sagðir hafa ráðist á hernaðarbyggingu þar sem hann er í haldi. Blóðbaðið dýpkar enn þá pólitísku kreppu sem nú ríkir í Egyptalandi, og átökin milli hersins sem steypti Mursí af stóli á miðvikudaginn og stuðningsmanna Mursi aukast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×