Skjölunum um bin Laden forðað Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. júlí 2013 09:14 Bandaríkjaforseti ásamt William H. McRaven, sem stjórnaði aðgerðum þegar bin Laden var drepinn vorið 2011. Mynd/AP Bandarísk stjórnvöld hafa látið hreinsa öll skjöl um árásina á heimili Osama bin Ladens í Pakistan vorið 2011 úr tölvum varnarmálaráðuneytisins í Pentagon. Þess í stað hafa þau verið flutt í höfuðstöðvar leyniþjónustunnar CIA, þar sem auðveldara er að tryggja að þau verði aldrei gerð opinber. Þetta kemur fram í skýrslu endurskoðunarmanna, sem voru að athuga hvort stjórn Baracks Obama hafi veitt kvikmyndagerðarmönnum, sem voru að gera bíómynd „Zero Dark Thirty” um þennan leiðangur, óvenju mikinn aðgang að heimildarmönnum. Preston Golson, talsmaður CIA, segir ekkert hæft í því að skjölin hafi verið flutt í þeim tilgangi að komast fram hjá ákvæðum upplýsingalaga. Varnarmálaráðuneytið gat hins vegar, eftir að skjölin voru farin þaðan, svarað formlegum fyrirspurnum frá AP fréttastofunni þannig, að ekkert fyndist í fórum ráðuneytisins um leiðangur sérsveitarmanna hersins, sem drápu hryðjuverkaleiðtogann. Fréttastofan sendi fjölda fyrirspurna til ráðuneytisins fljótlega eftir árásina, en óljóst er nákvæmlega hvenær þau voru flutt þaðan. Golson segir skjölin eiga heima hjá CIA, þar sem árásinni var stjórnað af mönnum frá CIA þótt sérsveitarmenn hersins hafi framkvæmt hana. Varnarmálaráðuneytið getur neitað að láta af hendi skjöl, og borið fyrir sig öryggisatriðum, en leita má til dómstóla til að fá slíkri neitun hnekkt. Leyniþjónustan CIA hefur hins vegar heimildir til að halda eftir skjölum, og ekki er hægt að fara með ákvarðanir um slíkt til úrskurðar hjá dómstólum. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hafa látið hreinsa öll skjöl um árásina á heimili Osama bin Ladens í Pakistan vorið 2011 úr tölvum varnarmálaráðuneytisins í Pentagon. Þess í stað hafa þau verið flutt í höfuðstöðvar leyniþjónustunnar CIA, þar sem auðveldara er að tryggja að þau verði aldrei gerð opinber. Þetta kemur fram í skýrslu endurskoðunarmanna, sem voru að athuga hvort stjórn Baracks Obama hafi veitt kvikmyndagerðarmönnum, sem voru að gera bíómynd „Zero Dark Thirty” um þennan leiðangur, óvenju mikinn aðgang að heimildarmönnum. Preston Golson, talsmaður CIA, segir ekkert hæft í því að skjölin hafi verið flutt í þeim tilgangi að komast fram hjá ákvæðum upplýsingalaga. Varnarmálaráðuneytið gat hins vegar, eftir að skjölin voru farin þaðan, svarað formlegum fyrirspurnum frá AP fréttastofunni þannig, að ekkert fyndist í fórum ráðuneytisins um leiðangur sérsveitarmanna hersins, sem drápu hryðjuverkaleiðtogann. Fréttastofan sendi fjölda fyrirspurna til ráðuneytisins fljótlega eftir árásina, en óljóst er nákvæmlega hvenær þau voru flutt þaðan. Golson segir skjölin eiga heima hjá CIA, þar sem árásinni var stjórnað af mönnum frá CIA þótt sérsveitarmenn hersins hafi framkvæmt hana. Varnarmálaráðuneytið getur neitað að láta af hendi skjöl, og borið fyrir sig öryggisatriðum, en leita má til dómstóla til að fá slíkri neitun hnekkt. Leyniþjónustan CIA hefur hins vegar heimildir til að halda eftir skjölum, og ekki er hægt að fara með ákvarðanir um slíkt til úrskurðar hjá dómstólum.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira