Erlent

Mat þröngvað ofan í rappara

Fangabúðirnar við Guantanamo.
Fangabúðirnar við Guantanamo. Mynd/AP
Bandaríski rapparinn og leikarinn Yasiin Bey, áður þekktur sem Mos Def,  tók þátt í mótmælum gegn Guantanamo-búðunum með því að láta þröngva ofan í sig mat, með sama hætti og gert er við fanga í hungurverkfalli.

Alls eru meira en 100 fangar í fangabúðum Bandaríkjahers á Kúbu í hungurverkfalli. Fangaverðir hafa þröngvað næringu ofan í meira en 40 þeirra.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af mótælunum sem birtist á vef breska dagblaðsins The Guardian. Þar er farið nákvæmlega eftir fyrirmælum hersins um það hvernig næringu er komið ofan í fanga í hungurverkfalli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×