13 taldir af hið minnsta vegna lestarslyssins í Quebec Jóhannes Stefánsson skrifar 8. júlí 2013 21:36 Eyðileggingin í Lac-Mégantic er gríðarleg og forstjóri flutningafyrirtækisins telur einhvern hafa átt við lestina. AFP Að minnsta kosti 13 eru látnir og afdrif fjölda annarra eru ókunnug vegna lestar sem fór út af sporinu og sprakk í Lac-Mégantic í Kanada í fyrradag. Flutningalestin var full af hráolíu og yfirmaður félagsins sem átti lestina hélt því fram í dag að átt hefði verið við lestina á einhvern hátt. Tveimur dögum eftir slysið er enn ekki hægt að komast að brakinu vegna eyðileggingarinnar og því er ekkert vitað um fjölda látinna að svo stöddu. „Þetta eru mjög erfiðar aðstæður," sagði Don Ross, yfirmaður kanadíska rannsóknarteymisins sem rannsakaði slysið. „Þetta er risastórt slys með hræðilegum afleiðingum. Um leið og slökkvilið og aðrir sérfræðingar hleypa okkur á svæðið, erum við tilbúin og förum strax." Tekist hefur að hafa upp á svarta kassa lestarinnar sem gæti veitt vísbendingar um það hvernig slysið bar að. Lestin samanstóð af 72 lestarvögnum sem runnu 11 kílómetra niður í móti áður en lestin fór út af sporinu með fyrrgreindum afleiðingum. Ed Burkhardt, forstjóri Montreal, Maine & Atlantic flutningafyrirtækisins sagði að hann væri viss um að einhver hefði átt við lestina. „Við höfum sannanir sem benda til þessa, en þetta er eitthvað sem þarfnast nánari rannsóknar. Við þurfum að ræða við fólk sem við teljum að viti um þetta," sagði Burkhardt í samtali við The Montreal Gazette. Hann telur maðk vera í mysunni. Slökkviliðsmenn á svæðinu segjast aldrei hafa séð aðra eins eyðileggingu og varð, en gríðarlegt eldhaf blossaði upp vegna olíunnar sem var um borð í tönkum lestarinnar. „Meira að segja malbikið brann. Göturnar eru orðnar að mold vegna þess að hitinn var svo mikill." Dánardjómstóri Quebec sagði að eldurinn hafi verið svo gríðarlegur að einhver þeirra 40 sem ekki er búið að finna hafi líkast til gufað upp samstundis. Það gætu því verið mörg ár þar til hægt er að bera kennsl á öll fórnarlömbin, ef það verður þá einhvern tíma hægt. Þetta kemur fram á vef NBC News. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Að minnsta kosti 13 eru látnir og afdrif fjölda annarra eru ókunnug vegna lestar sem fór út af sporinu og sprakk í Lac-Mégantic í Kanada í fyrradag. Flutningalestin var full af hráolíu og yfirmaður félagsins sem átti lestina hélt því fram í dag að átt hefði verið við lestina á einhvern hátt. Tveimur dögum eftir slysið er enn ekki hægt að komast að brakinu vegna eyðileggingarinnar og því er ekkert vitað um fjölda látinna að svo stöddu. „Þetta eru mjög erfiðar aðstæður," sagði Don Ross, yfirmaður kanadíska rannsóknarteymisins sem rannsakaði slysið. „Þetta er risastórt slys með hræðilegum afleiðingum. Um leið og slökkvilið og aðrir sérfræðingar hleypa okkur á svæðið, erum við tilbúin og förum strax." Tekist hefur að hafa upp á svarta kassa lestarinnar sem gæti veitt vísbendingar um það hvernig slysið bar að. Lestin samanstóð af 72 lestarvögnum sem runnu 11 kílómetra niður í móti áður en lestin fór út af sporinu með fyrrgreindum afleiðingum. Ed Burkhardt, forstjóri Montreal, Maine & Atlantic flutningafyrirtækisins sagði að hann væri viss um að einhver hefði átt við lestina. „Við höfum sannanir sem benda til þessa, en þetta er eitthvað sem þarfnast nánari rannsóknar. Við þurfum að ræða við fólk sem við teljum að viti um þetta," sagði Burkhardt í samtali við The Montreal Gazette. Hann telur maðk vera í mysunni. Slökkviliðsmenn á svæðinu segjast aldrei hafa séð aðra eins eyðileggingu og varð, en gríðarlegt eldhaf blossaði upp vegna olíunnar sem var um borð í tönkum lestarinnar. „Meira að segja malbikið brann. Göturnar eru orðnar að mold vegna þess að hitinn var svo mikill." Dánardjómstóri Quebec sagði að eldurinn hafi verið svo gríðarlegur að einhver þeirra 40 sem ekki er búið að finna hafi líkast til gufað upp samstundis. Það gætu því verið mörg ár þar til hægt er að bera kennsl á öll fórnarlömbin, ef það verður þá einhvern tíma hægt. Þetta kemur fram á vef NBC News.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira