Níu ára stúlka lést í Ohio-fylki Bandaríkjanna í síðustu viku þegar vindhviða feykti burt trampólíni sem hún sat á.
Oaklee Sidwell hafði verið að hoppa á trampólíninu með vinum sínum en þeir höfðu stigið af því. Sidwell sat enn á leiktækinu að klæða sig í skóna þegar það tókst á loft og fauk tæplega fimmtíu metra.
Farið var með Sidwell á spítala þar sem hún lést af sárum sínum, en að sögn talsmanns lögreglustjóra í Garfield-sýslu var trampólínið rétt sett saman og hafði verið tjóðrað fast.
„Oaklee var með okkur í níu yndisleg ár og var full af lífsgleði,“ sagði í minningargrein. „Hún færði öllum gleði sem umgengust hana.“
Níu ára stúlka lést á trampólíni
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar