Stefna varðandi þjóðaratkvæði í lausu lofti Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. ágúst 2013 21:51 Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa ekkert rætt það sín á milli hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið fer fram. Þannig er stefna ríkisstjórnarinnar í málinu í raun í lausu lofti. Yfirlýsingar utanríkisráðherra fyrir helgi komu þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í opna skjöldu. Yfirlýsingar Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í kvöldfréttum RÚV á föstudag kom þingmönnum samstarfsflokksins, þ.e Sjálfstæðisflokksins, talsvert á óvart. „Ég sé það ekkert endilega fyrir mér. Það stendur ekkert í stjórnarsáttmálanum að það eigi að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi.Bjarni gaf skýr svör Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gaf skýr svör í kosningabaráttunni um að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna yrði á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þetta sagði hann m.a í kosningasjónvarpi Stöðvar 2, eins og við rifjuðum upp í gær.Ríkisstjórnarflokkarnir tveir geta hins vegar skýlt sér á bak við það að enginn jákvæð skylda er í stjórnarsáttmálum um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu. Texti um að slíkt skuli gera er ekki í landsfundarályktunum flokkanna séu þeir skýrðir eftir orðanna hljóðan, en þeir eru efnislega eins og stjórnarsáttmálinn. Orðrétt segir í stjórnarsáttmála: „Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Þar segir hins vegar hvergi berum orðum að slík atkvæðagreiðsla skuli haldin. Hætt er hins vegar við að margir kjósendur upplifi sig svikna ef slík þjóðaratkvæðagreiðsla verður ekki á dagskránni þar sem yfirlýsingar um slíkt komu ítrekað fram í aðdraganda kosninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa forsætisráðherra og fjármálaráðherra ekkert rætt um hvort þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við aðild að ESB skuli haldin eða hvenær. Þingmenn, ráðherrar og aðrir heimildarmenn innan Sjálfstæðisflokksins segja að yfirlýsingar utanríkisráðherra hafi komið á óvart enda var það yfirlýst stefna samkvæmt stjórnarsáttmála að gerð yrði úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu á vettvangi þingsins og næstu skref ákveðin eftir það. Var þegjandi samþykki að vinna eftir þeirri stefnu, eftir því sem fréttastofa kemst næst.„Glundroðakennd“ stefna Einn heimildarmaður fréttastofu orðaði það þannig að utanríkisráðherrann væri að „fljúga sóló með ummælum sínum og óvíst hvernig sú flugferð endar." Stjórnarþingmaður sagði að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu væri í raun „glundroðakennd.“ Þetta væri heimatilbúinn vandi sem ætti rætur að rekja til þess að stjórnarsáttmáli væri ekki skýr um þetta atriði. Það er athyglisvert að slík skoðun komi fram hjá stuðningsmanni ríkisstjórnarinnar. Það liggur fyrir núna að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu er óviss þar sem hún hefur ekki verið mótuð. Alþingi mun vinna úttekt á stöðunni innan ESB og í kjölfarið verður tekin ákvörðun í ríkisstjórn um hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin. Tengdar fréttir Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur til skoðunar hvernig því verður mætt að IPA-styrkur ESB til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Stofnanir hefðu átt að leita beint til ráðuneytisins í stað hræðsluáróðurs, segir ráðherra. 19. ágúst 2013 08:00 Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum "Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir um að forysta Sjálfstæðisflokksins standi við loforð sitt. " Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ 19. ágúst 2013 13:31 Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Utanríkisráðherra segir að ekki eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 18. ágúst 2013 13:15 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa ekkert rætt það sín á milli hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið fer fram. Þannig er stefna ríkisstjórnarinnar í málinu í raun í lausu lofti. Yfirlýsingar utanríkisráðherra fyrir helgi komu þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í opna skjöldu. Yfirlýsingar Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í kvöldfréttum RÚV á föstudag kom þingmönnum samstarfsflokksins, þ.e Sjálfstæðisflokksins, talsvert á óvart. „Ég sé það ekkert endilega fyrir mér. Það stendur ekkert í stjórnarsáttmálanum að það eigi að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi.Bjarni gaf skýr svör Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gaf skýr svör í kosningabaráttunni um að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna yrði á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þetta sagði hann m.a í kosningasjónvarpi Stöðvar 2, eins og við rifjuðum upp í gær.Ríkisstjórnarflokkarnir tveir geta hins vegar skýlt sér á bak við það að enginn jákvæð skylda er í stjórnarsáttmálum um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu. Texti um að slíkt skuli gera er ekki í landsfundarályktunum flokkanna séu þeir skýrðir eftir orðanna hljóðan, en þeir eru efnislega eins og stjórnarsáttmálinn. Orðrétt segir í stjórnarsáttmála: „Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Þar segir hins vegar hvergi berum orðum að slík atkvæðagreiðsla skuli haldin. Hætt er hins vegar við að margir kjósendur upplifi sig svikna ef slík þjóðaratkvæðagreiðsla verður ekki á dagskránni þar sem yfirlýsingar um slíkt komu ítrekað fram í aðdraganda kosninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa forsætisráðherra og fjármálaráðherra ekkert rætt um hvort þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við aðild að ESB skuli haldin eða hvenær. Þingmenn, ráðherrar og aðrir heimildarmenn innan Sjálfstæðisflokksins segja að yfirlýsingar utanríkisráðherra hafi komið á óvart enda var það yfirlýst stefna samkvæmt stjórnarsáttmála að gerð yrði úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu á vettvangi þingsins og næstu skref ákveðin eftir það. Var þegjandi samþykki að vinna eftir þeirri stefnu, eftir því sem fréttastofa kemst næst.„Glundroðakennd“ stefna Einn heimildarmaður fréttastofu orðaði það þannig að utanríkisráðherrann væri að „fljúga sóló með ummælum sínum og óvíst hvernig sú flugferð endar." Stjórnarþingmaður sagði að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu væri í raun „glundroðakennd.“ Þetta væri heimatilbúinn vandi sem ætti rætur að rekja til þess að stjórnarsáttmáli væri ekki skýr um þetta atriði. Það er athyglisvert að slík skoðun komi fram hjá stuðningsmanni ríkisstjórnarinnar. Það liggur fyrir núna að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu er óviss þar sem hún hefur ekki verið mótuð. Alþingi mun vinna úttekt á stöðunni innan ESB og í kjölfarið verður tekin ákvörðun í ríkisstjórn um hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin.
Tengdar fréttir Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur til skoðunar hvernig því verður mætt að IPA-styrkur ESB til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Stofnanir hefðu átt að leita beint til ráðuneytisins í stað hræðsluáróðurs, segir ráðherra. 19. ágúst 2013 08:00 Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum "Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir um að forysta Sjálfstæðisflokksins standi við loforð sitt. " Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ 19. ágúst 2013 13:31 Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Utanríkisráðherra segir að ekki eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 18. ágúst 2013 13:15 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur til skoðunar hvernig því verður mætt að IPA-styrkur ESB til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Stofnanir hefðu átt að leita beint til ráðuneytisins í stað hræðsluáróðurs, segir ráðherra. 19. ágúst 2013 08:00
Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum "Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir um að forysta Sjálfstæðisflokksins standi við loforð sitt. " Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ 19. ágúst 2013 13:31
Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Utanríkisráðherra segir að ekki eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 18. ágúst 2013 13:15