Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 19. ágúst 2013 13:31 Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Pjetur Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins myndi ekki styðja þingsályktunartillögu um að slíta viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún vill að slík atkvæðagreiðsla fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur valdið óróleika í stjórnarsamstarfinu með yfirlýsingum sínum um að hann sjái enga ástæðu til að setja áframhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu. En þótt báðir stjórnarflokkarnir séu andvígir aðild að sambandinu og hafi lofað því í kosningabaráttunni að gera hlé á viðræðunum, er engu að síður talað um það í stjórnarsáttmálanum að viðræðum verði ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Gunnar Bragi túlkar þetta ákvæði stjórnarsáttmálans greinilega með öðrum hætti en Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem er í engum vafa um að þetta þýði þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. „Nei það gerir það ekki. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í þá veru. Forystumenn flokksins og við sem voru í kosningabaráttu fyrir kosningarnar í vor sögðum að við myndum gera slíkt og ég get ekki ímyndað mér annað en staðið verði við það loforð,“ segir Ragnheiður. Hún telji samstarfsflokkinn í ríkisstjórn ekki vera að reyna að komast undan þessu þrátt fyrir yfirlýsingar Gunnars Braga. „Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað í aðdraganda kosninga og við verðum þá að ræða þau mál og komast að niðurstöðu hvað það mál varðar,“ segir Ragnheiður. Hún telji að forysta Sjálfstæðisflokksins muni standa við loforð sitt. „ Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ Stjórnarflokkarnir hafa boðað að gerð verði skýrsla um stöðu viðræðnanna og þróunina innan Evrópusambandsins sem lögð verði fyrir Alþingi og hafa flestir skilið það sem svo að spurningin um áframhald viðræðna færi í þjóðaratkvæðagreiðslu að því ferli loknu. En hvenær myndi Ragnheiður vilja slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, til dæmis samhliða sveitarstjórnarkosningum eins og sumir hafa lagt til? „Mér þætti það bara hið besta mál. Já ég held að það væri ágætis tímasetning.“ Hún sé hins vegar ekki viss um að allir sveitarstjórnarmenn yrðu hrifnir að því að blanda þessum málum saman. Til að slíta viðræðunum þyrfti Alþingi að samþykkja nýja þingsályktunartillögu þar að lútandi. En myndi Ragnheiður styðja slíka tillögu? „Nei, ég myndi ekki gera það,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins myndi ekki styðja þingsályktunartillögu um að slíta viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún vill að slík atkvæðagreiðsla fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur valdið óróleika í stjórnarsamstarfinu með yfirlýsingum sínum um að hann sjái enga ástæðu til að setja áframhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu. En þótt báðir stjórnarflokkarnir séu andvígir aðild að sambandinu og hafi lofað því í kosningabaráttunni að gera hlé á viðræðunum, er engu að síður talað um það í stjórnarsáttmálanum að viðræðum verði ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Gunnar Bragi túlkar þetta ákvæði stjórnarsáttmálans greinilega með öðrum hætti en Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem er í engum vafa um að þetta þýði þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. „Nei það gerir það ekki. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í þá veru. Forystumenn flokksins og við sem voru í kosningabaráttu fyrir kosningarnar í vor sögðum að við myndum gera slíkt og ég get ekki ímyndað mér annað en staðið verði við það loforð,“ segir Ragnheiður. Hún telji samstarfsflokkinn í ríkisstjórn ekki vera að reyna að komast undan þessu þrátt fyrir yfirlýsingar Gunnars Braga. „Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað í aðdraganda kosninga og við verðum þá að ræða þau mál og komast að niðurstöðu hvað það mál varðar,“ segir Ragnheiður. Hún telji að forysta Sjálfstæðisflokksins muni standa við loforð sitt. „ Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ Stjórnarflokkarnir hafa boðað að gerð verði skýrsla um stöðu viðræðnanna og þróunina innan Evrópusambandsins sem lögð verði fyrir Alþingi og hafa flestir skilið það sem svo að spurningin um áframhald viðræðna færi í þjóðaratkvæðagreiðslu að því ferli loknu. En hvenær myndi Ragnheiður vilja slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, til dæmis samhliða sveitarstjórnarkosningum eins og sumir hafa lagt til? „Mér þætti það bara hið besta mál. Já ég held að það væri ágætis tímasetning.“ Hún sé hins vegar ekki viss um að allir sveitarstjórnarmenn yrðu hrifnir að því að blanda þessum málum saman. Til að slíta viðræðunum þyrfti Alþingi að samþykkja nýja þingsályktunartillögu þar að lútandi. En myndi Ragnheiður styðja slíka tillögu? „Nei, ég myndi ekki gera það,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira