Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Svavar Hávarðsson skrifar 19. ágúst 2013 08:00 Fréttablaðið/Pjetur Unnið er að því innan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hvernig því verður mætt að IPA-styrkur Evrópusambandsins til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Verkefnið snýst um að auka enn frekar matvælaöryggi á Íslandi og talið nauðsynlegt til að standa við skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist með samþykkt matvælalöggjafar á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Matís og Matvælastofnun sendu frá sér neyðarkall vegna málsins á fimmtudag og minntu á að undanþágur Íslandi til handa á matvælalöggjöfinni myndu falla niður ef verkefnið fengi ekki framgang. Þar sagði jafnframt að ef íslensk stjórnvöld brygðust ekki við væri matvælaöryggi á Íslandi stefnt í hættu. Um talsverða fjármuni er að tefla; 1,9 milljónir evra eða rúmlega 300 milljónir íslenskra króna.Sigurður Ingi Jóhannsson„Matvælaöryggi á Íslandi er eitt það öruggasta í heimi. Mikilvægt er að viðhalda þeirri stöðu þrátt fyrir að vera komin inn á innri markað ESB. Nú hefur ESB dregið til baka IPA-styrki sem meðal annars átti að nýta til tækjakaupa. Það kallar á nýja nálgun í fjármögnun þess verkefnis og verður farið yfir stöðu þessa máls innan ráðuneytisins og er unnið að því,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í skriflegu svari til Fréttablaðsins við spurningunni hvort stjórnvöld ætluðu að taka við boltanum og fjármagna verkefnið. „Ég tel að skynsamlegra hefði verið af þessum stofnunum að leita til ráðuneytisins um hvernig nálgast megi málið lausnamiðað, og þróa þá vinnu sem liggur fyrir að nú þarf að fara í, í stað þess að vera með hræðsluáróður í fjölmiðlum, segir Sigurður Ingi jafnframt í svari sínu. Í fréttatilkynningunni segir „að neytendur verða að geta gengið að því vísu að matvæli hérlendis ógni ekki heilsu þeirra og ofangreint verkefni er liður í að tryggja það“. Verkefnið Örugg matvæli var sett af stað til að vinna að uppbyggingu nauðsynlegs tækjabúnaðar. Starfsfólk rannsóknaaðila og eftirlitsaðila á jafnframt að þjálfa í notkun búnaðar, löggjöf, sýnatökum og gæðamálum, sem tengjast matvælaeftirliti og matvælarannsóknum. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Unnið er að því innan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hvernig því verður mætt að IPA-styrkur Evrópusambandsins til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Verkefnið snýst um að auka enn frekar matvælaöryggi á Íslandi og talið nauðsynlegt til að standa við skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist með samþykkt matvælalöggjafar á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Matís og Matvælastofnun sendu frá sér neyðarkall vegna málsins á fimmtudag og minntu á að undanþágur Íslandi til handa á matvælalöggjöfinni myndu falla niður ef verkefnið fengi ekki framgang. Þar sagði jafnframt að ef íslensk stjórnvöld brygðust ekki við væri matvælaöryggi á Íslandi stefnt í hættu. Um talsverða fjármuni er að tefla; 1,9 milljónir evra eða rúmlega 300 milljónir íslenskra króna.Sigurður Ingi Jóhannsson„Matvælaöryggi á Íslandi er eitt það öruggasta í heimi. Mikilvægt er að viðhalda þeirri stöðu þrátt fyrir að vera komin inn á innri markað ESB. Nú hefur ESB dregið til baka IPA-styrki sem meðal annars átti að nýta til tækjakaupa. Það kallar á nýja nálgun í fjármögnun þess verkefnis og verður farið yfir stöðu þessa máls innan ráðuneytisins og er unnið að því,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í skriflegu svari til Fréttablaðsins við spurningunni hvort stjórnvöld ætluðu að taka við boltanum og fjármagna verkefnið. „Ég tel að skynsamlegra hefði verið af þessum stofnunum að leita til ráðuneytisins um hvernig nálgast megi málið lausnamiðað, og þróa þá vinnu sem liggur fyrir að nú þarf að fara í, í stað þess að vera með hræðsluáróður í fjölmiðlum, segir Sigurður Ingi jafnframt í svari sínu. Í fréttatilkynningunni segir „að neytendur verða að geta gengið að því vísu að matvæli hérlendis ógni ekki heilsu þeirra og ofangreint verkefni er liður í að tryggja það“. Verkefnið Örugg matvæli var sett af stað til að vinna að uppbyggingu nauðsynlegs tækjabúnaðar. Starfsfólk rannsóknaaðila og eftirlitsaðila á jafnframt að þjálfa í notkun búnaðar, löggjöf, sýnatökum og gæðamálum, sem tengjast matvælaeftirliti og matvælarannsóknum.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira