Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Jóhannes Stefánsson skrifar 18. ágúst 2013 13:15 Utanríkisráðherra vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Samsett mynd Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í útvarpsviðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann ræddi meðal annars aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa brugðist í málinu með því að villa um fyrir fólki. „Ég held að fyrri stjórnvöld hafi aðeins, eða ekkert aðeins, bara brugðist með því að telja fólki trú um að það sé hægt að kíkja í pakkann eins og sagt er. Það er ekki þannig," segir Gunnar. Þá segir Gunnar að vegna þess að fyrri ríkisstjórn hafi ekki haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræðurnar væri eðlilegt að ekki væri blásið til atkvæðagreiðslu um framhald þeirra nú. „En að ég, Sigurjón M. Egilsson fái að segja mína skoðun, eða minn vilja í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að við höldum þessu áfram?" Spyr Sigurjón M. Egilsson þáttastjórnandi Sprengisands. „Ég held að flestir viti það nú að ég er ekki sammála því að myndin sé svona einföld. Ég hlýt að spyrja, af hverju var Sigurjón M. Egilsson ekki spurður þegar lagt var af stað?" Segir Gunnar Bragi. „Það er allt annað mál," svarar Sigurjón. „Nei það er ekki allt annað mál, þegar lagt var af stað í þessa vegferð," segir Gunnar. „En við breytum því ekki," breytir Sigurjón við. „Það er búið að gefa tóninn og fordæmið. Alþingi ákvað þetta þannig að að mínu viti getur Alþingi líka ákveðið að stöðva þetta ef það vill. En hefur ekki gert það," svarar Gunnar Bragi til. Þá spyr Sigurjón: „Finnst þér ekki þörf á því að kjósa um hvort halda eigi viðræðunum áfram?" Og Gunnar svarar: „Mér finnst það ekki nei." Gunnar segir ekki hafa verið áhuga fyrir því að ganga í sambandið þegar aðildarumsóknin var lögð inn. „Það er mjög nýtt fyrir þeim að einhver sæki um sem hafi ekki áhuga á að fara inn," segir hann í viðtalinu. Gunnar er þeirrar skoðunar að ekki eigi að halda viðræðunum áfram. „Ég hef á nokkuð löngum tíma kynnt mér Evrópusambandið, fyrst sem sveitarstjórnarmaður og reyndar þar áður bara sem ungur stjórnmálamaður. Ég hef styrkst í þeirri vissu minni að Ísland á ekkert heima í Evrópusambandinu," segir Gunnar Bragi. Ráðamenn Evrópusambandsins hafa á undanförnum mánuðum farið þess á leit að íslensk stjórnvöld taki ákvörðun um framhald viðræðnanna. Það er því ljóst að einungis tvennt stendur eftir. Að framlengja hlé á viðræðunum þar til þolinmæði Evrópusambandsins þrýtur, eða að slíta þeim. Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í útvarpsviðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann ræddi meðal annars aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa brugðist í málinu með því að villa um fyrir fólki. „Ég held að fyrri stjórnvöld hafi aðeins, eða ekkert aðeins, bara brugðist með því að telja fólki trú um að það sé hægt að kíkja í pakkann eins og sagt er. Það er ekki þannig," segir Gunnar. Þá segir Gunnar að vegna þess að fyrri ríkisstjórn hafi ekki haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræðurnar væri eðlilegt að ekki væri blásið til atkvæðagreiðslu um framhald þeirra nú. „En að ég, Sigurjón M. Egilsson fái að segja mína skoðun, eða minn vilja í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að við höldum þessu áfram?" Spyr Sigurjón M. Egilsson þáttastjórnandi Sprengisands. „Ég held að flestir viti það nú að ég er ekki sammála því að myndin sé svona einföld. Ég hlýt að spyrja, af hverju var Sigurjón M. Egilsson ekki spurður þegar lagt var af stað?" Segir Gunnar Bragi. „Það er allt annað mál," svarar Sigurjón. „Nei það er ekki allt annað mál, þegar lagt var af stað í þessa vegferð," segir Gunnar. „En við breytum því ekki," breytir Sigurjón við. „Það er búið að gefa tóninn og fordæmið. Alþingi ákvað þetta þannig að að mínu viti getur Alþingi líka ákveðið að stöðva þetta ef það vill. En hefur ekki gert það," svarar Gunnar Bragi til. Þá spyr Sigurjón: „Finnst þér ekki þörf á því að kjósa um hvort halda eigi viðræðunum áfram?" Og Gunnar svarar: „Mér finnst það ekki nei." Gunnar segir ekki hafa verið áhuga fyrir því að ganga í sambandið þegar aðildarumsóknin var lögð inn. „Það er mjög nýtt fyrir þeim að einhver sæki um sem hafi ekki áhuga á að fara inn," segir hann í viðtalinu. Gunnar er þeirrar skoðunar að ekki eigi að halda viðræðunum áfram. „Ég hef á nokkuð löngum tíma kynnt mér Evrópusambandið, fyrst sem sveitarstjórnarmaður og reyndar þar áður bara sem ungur stjórnmálamaður. Ég hef styrkst í þeirri vissu minni að Ísland á ekkert heima í Evrópusambandinu," segir Gunnar Bragi. Ráðamenn Evrópusambandsins hafa á undanförnum mánuðum farið þess á leit að íslensk stjórnvöld taki ákvörðun um framhald viðræðnanna. Það er því ljóst að einungis tvennt stendur eftir. Að framlengja hlé á viðræðunum þar til þolinmæði Evrópusambandsins þrýtur, eða að slíta þeim.
Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira