Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Jóhannes Stefánsson skrifar 18. ágúst 2013 13:15 Utanríkisráðherra vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Samsett mynd Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í útvarpsviðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann ræddi meðal annars aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa brugðist í málinu með því að villa um fyrir fólki. „Ég held að fyrri stjórnvöld hafi aðeins, eða ekkert aðeins, bara brugðist með því að telja fólki trú um að það sé hægt að kíkja í pakkann eins og sagt er. Það er ekki þannig," segir Gunnar. Þá segir Gunnar að vegna þess að fyrri ríkisstjórn hafi ekki haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræðurnar væri eðlilegt að ekki væri blásið til atkvæðagreiðslu um framhald þeirra nú. „En að ég, Sigurjón M. Egilsson fái að segja mína skoðun, eða minn vilja í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að við höldum þessu áfram?" Spyr Sigurjón M. Egilsson þáttastjórnandi Sprengisands. „Ég held að flestir viti það nú að ég er ekki sammála því að myndin sé svona einföld. Ég hlýt að spyrja, af hverju var Sigurjón M. Egilsson ekki spurður þegar lagt var af stað?" Segir Gunnar Bragi. „Það er allt annað mál," svarar Sigurjón. „Nei það er ekki allt annað mál, þegar lagt var af stað í þessa vegferð," segir Gunnar. „En við breytum því ekki," breytir Sigurjón við. „Það er búið að gefa tóninn og fordæmið. Alþingi ákvað þetta þannig að að mínu viti getur Alþingi líka ákveðið að stöðva þetta ef það vill. En hefur ekki gert það," svarar Gunnar Bragi til. Þá spyr Sigurjón: „Finnst þér ekki þörf á því að kjósa um hvort halda eigi viðræðunum áfram?" Og Gunnar svarar: „Mér finnst það ekki nei." Gunnar segir ekki hafa verið áhuga fyrir því að ganga í sambandið þegar aðildarumsóknin var lögð inn. „Það er mjög nýtt fyrir þeim að einhver sæki um sem hafi ekki áhuga á að fara inn," segir hann í viðtalinu. Gunnar er þeirrar skoðunar að ekki eigi að halda viðræðunum áfram. „Ég hef á nokkuð löngum tíma kynnt mér Evrópusambandið, fyrst sem sveitarstjórnarmaður og reyndar þar áður bara sem ungur stjórnmálamaður. Ég hef styrkst í þeirri vissu minni að Ísland á ekkert heima í Evrópusambandinu," segir Gunnar Bragi. Ráðamenn Evrópusambandsins hafa á undanförnum mánuðum farið þess á leit að íslensk stjórnvöld taki ákvörðun um framhald viðræðnanna. Það er því ljóst að einungis tvennt stendur eftir. Að framlengja hlé á viðræðunum þar til þolinmæði Evrópusambandsins þrýtur, eða að slíta þeim. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í útvarpsviðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann ræddi meðal annars aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa brugðist í málinu með því að villa um fyrir fólki. „Ég held að fyrri stjórnvöld hafi aðeins, eða ekkert aðeins, bara brugðist með því að telja fólki trú um að það sé hægt að kíkja í pakkann eins og sagt er. Það er ekki þannig," segir Gunnar. Þá segir Gunnar að vegna þess að fyrri ríkisstjórn hafi ekki haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræðurnar væri eðlilegt að ekki væri blásið til atkvæðagreiðslu um framhald þeirra nú. „En að ég, Sigurjón M. Egilsson fái að segja mína skoðun, eða minn vilja í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að við höldum þessu áfram?" Spyr Sigurjón M. Egilsson þáttastjórnandi Sprengisands. „Ég held að flestir viti það nú að ég er ekki sammála því að myndin sé svona einföld. Ég hlýt að spyrja, af hverju var Sigurjón M. Egilsson ekki spurður þegar lagt var af stað?" Segir Gunnar Bragi. „Það er allt annað mál," svarar Sigurjón. „Nei það er ekki allt annað mál, þegar lagt var af stað í þessa vegferð," segir Gunnar. „En við breytum því ekki," breytir Sigurjón við. „Það er búið að gefa tóninn og fordæmið. Alþingi ákvað þetta þannig að að mínu viti getur Alþingi líka ákveðið að stöðva þetta ef það vill. En hefur ekki gert það," svarar Gunnar Bragi til. Þá spyr Sigurjón: „Finnst þér ekki þörf á því að kjósa um hvort halda eigi viðræðunum áfram?" Og Gunnar svarar: „Mér finnst það ekki nei." Gunnar segir ekki hafa verið áhuga fyrir því að ganga í sambandið þegar aðildarumsóknin var lögð inn. „Það er mjög nýtt fyrir þeim að einhver sæki um sem hafi ekki áhuga á að fara inn," segir hann í viðtalinu. Gunnar er þeirrar skoðunar að ekki eigi að halda viðræðunum áfram. „Ég hef á nokkuð löngum tíma kynnt mér Evrópusambandið, fyrst sem sveitarstjórnarmaður og reyndar þar áður bara sem ungur stjórnmálamaður. Ég hef styrkst í þeirri vissu minni að Ísland á ekkert heima í Evrópusambandinu," segir Gunnar Bragi. Ráðamenn Evrópusambandsins hafa á undanförnum mánuðum farið þess á leit að íslensk stjórnvöld taki ákvörðun um framhald viðræðnanna. Það er því ljóst að einungis tvennt stendur eftir. Að framlengja hlé á viðræðunum þar til þolinmæði Evrópusambandsins þrýtur, eða að slíta þeim.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira