Gátu ekki komist að neinu samkomulagi 2. mars 2013 05:00 Öldungadeildarþingmennirnir Richard Durbin, Charles Schumin, Harry Reid og Patty Murray ganga af blaðamannafundi, þar sem þeir svöruðu spurningum um niðurskurðinn. fréttablaðið/AP Sjálfvirkur niðurskurður á bandarísku fjárlögunum upp á 85 milljarða dala hófst um mánaðamótin, þar sem þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um annað fyrirkomulag. Bitnar á öldruðum, börnum, sjúklingum og hermönnum. Bandaríkin„Rístu upp, ó Guð, og bjarga okkur frá sjálfum okkur,“ sagði Barry Black, þingprestur öldungadeildar Bandaríkjaþings, við upphaf þingfundar á fimmtudag. Þar vísaði hann til þess að þingmenn beggja flokka, demókratar jafnt sem repúblikanar, eru það fastir í skotgröfum sínum að þeir sáu engan möguleika á samkomulagi um fjárútgjöld ríkisins. Enda fór svo að þingfundi lauk án þess að nokkurt samkomulag tækist, þrátt fyrir að þar með væri runninn út sá tveggja ára frestur sem þingið hafði haft til að bjarga sér úr klípunni. Nú fer af stað sjálfkrafa niðurskurður á fjárlögum upp á 85 milljarða dala, eða ríflega tíu þúsund milljarða króna. Sá niðurskurður bitnar meðal annars á útgjöldum til hernaðarmála, menntamála, matvælaeftirlits og bitna með ýmsum hætti á almenningi. Nákvæmlega hvernig kemur þó varla í ljós fyrr en eftir helgi, því demókratar og repúblikanar hafa talað sitt á hvað um afleiðingar niðurskurðarins og hversu alvarlegur hann yrði. Barack Obama forseti segir niðurskurðinn bitna á börnum, öldruðum, sjúklingum og hermönnum auk þess sem hann geti kostað hundruð þúsunda Bandaríkjamanna atvinnuna. Obama kennir óbilgirni repúblikana alfarið um og segir að úr því sem komið sé geti það tekið nokkra mánuði að finna lausn á þessari deilu. Hann segir þennan niðurskurð vera bæði heimskulegan og handahófskenndan, en það verði þó enginn heimsendir: „Við skulum hafa það á hreinu að ekkert af þessu er nauðsynlegt. Þetta er að gerast vegna ákvörðunar sem repúblikanar á þingi hafa tekið.“ Forsagan er sú að árið 2011 setti Bandaríkjaþing sér það markmið að minnka fjárlagahallann um 4.000 milljarða dala. Gefinn var til þess ákveðinn frestur, og samþykkt að næðist þetta metnaðarfulla markmið ekki áður en fresturinn rynni út, þá færi fyrrgreindur sjálfkrafa niðurskurður af stað. Þetta sagði hann eftir að leiðtogar beggja flokka á þingi komu á fund hans í Hvíta húsinu í gær. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Sjá meira
Sjálfvirkur niðurskurður á bandarísku fjárlögunum upp á 85 milljarða dala hófst um mánaðamótin, þar sem þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um annað fyrirkomulag. Bitnar á öldruðum, börnum, sjúklingum og hermönnum. Bandaríkin„Rístu upp, ó Guð, og bjarga okkur frá sjálfum okkur,“ sagði Barry Black, þingprestur öldungadeildar Bandaríkjaþings, við upphaf þingfundar á fimmtudag. Þar vísaði hann til þess að þingmenn beggja flokka, demókratar jafnt sem repúblikanar, eru það fastir í skotgröfum sínum að þeir sáu engan möguleika á samkomulagi um fjárútgjöld ríkisins. Enda fór svo að þingfundi lauk án þess að nokkurt samkomulag tækist, þrátt fyrir að þar með væri runninn út sá tveggja ára frestur sem þingið hafði haft til að bjarga sér úr klípunni. Nú fer af stað sjálfkrafa niðurskurður á fjárlögum upp á 85 milljarða dala, eða ríflega tíu þúsund milljarða króna. Sá niðurskurður bitnar meðal annars á útgjöldum til hernaðarmála, menntamála, matvælaeftirlits og bitna með ýmsum hætti á almenningi. Nákvæmlega hvernig kemur þó varla í ljós fyrr en eftir helgi, því demókratar og repúblikanar hafa talað sitt á hvað um afleiðingar niðurskurðarins og hversu alvarlegur hann yrði. Barack Obama forseti segir niðurskurðinn bitna á börnum, öldruðum, sjúklingum og hermönnum auk þess sem hann geti kostað hundruð þúsunda Bandaríkjamanna atvinnuna. Obama kennir óbilgirni repúblikana alfarið um og segir að úr því sem komið sé geti það tekið nokkra mánuði að finna lausn á þessari deilu. Hann segir þennan niðurskurð vera bæði heimskulegan og handahófskenndan, en það verði þó enginn heimsendir: „Við skulum hafa það á hreinu að ekkert af þessu er nauðsynlegt. Þetta er að gerast vegna ákvörðunar sem repúblikanar á þingi hafa tekið.“ Forsagan er sú að árið 2011 setti Bandaríkjaþing sér það markmið að minnka fjárlagahallann um 4.000 milljarða dala. Gefinn var til þess ákveðinn frestur, og samþykkt að næðist þetta metnaðarfulla markmið ekki áður en fresturinn rynni út, þá færi fyrrgreindur sjálfkrafa niðurskurður af stað. Þetta sagði hann eftir að leiðtogar beggja flokka á þingi komu á fund hans í Hvíta húsinu í gær. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Sjá meira