Erlent

Jarðarbúar 9,6 milljarðar árið 2050

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar
Þröngt á þingi
Þröngt á þingi Mynd/Getty
Jarðarbúum mun fjölga úr 7,2 milljörðum í 8,1 milljarð fram til ársins 2025.

Fjöldi jarðarbúa verður orðinn 9,6 milljarðar árið 2050. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um fólksfjölgun. Samkvæmt henni mun fólki fjölga langmest í þróunarríkjum, eða úr 5,9 milljörðum í 8,2 milljarða fram til ársins 2050.

Á þessum tíma er gert ráð fyrir því að fjöldi fólks í þróuðum ríkjum standi að mestu í stað og verði í kringum 1,3 milljarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×