"Ritskoðun vísinda af verstu sort" Jóhannes Stefánsson skrifar 13. júní 2013 16:37 David Nutt er ekki ánægður með stöðu mála. Mynd/ AFP Ólögmæti fíkniefna á borð við „sveppi," kannabisefni og önnur hughvarfalyf standa vísindastarfi fyrir þrifum og jaðrar við ritskoðun á vísindunum. Þetta leiðir til þess að rannsóknir á læknisfræðilegum notum lyfjanna eru skammt á veg komnar samkvæmt yfirlýsingu vísindamanna sem skrifa í fagtímaritið Nature Reviews Neuroscience. Lög og alþjóðasáttmálar um fíkniefni frá sjöunda áratugnum hafa það í för með sér að þekking á sviðum á borð við meðvitundarstig manna er áratugum á eftir öðrum fræðasviðum, samkvæmt tímaritinu. Lögin standa þannig vísindunum fyrir þrifum. „Ákvörðunin um að gera þessi lyf ólögmæt var í upphafi byggð á hugmyndum um skaðsemi efnanna, en í mörgum tilfellum hefur skaðsemin verið ofmetin," sagði David Nutt, sérfræðingur í taugageðlyflækningum (e. neuropsychopharmacology). Nutt sagði í yfirlýsingu að ólögmæti lyfjanna væri „ritskoðun vísinda af verstu sort síðan Kaþólska Kirkjan bannaði verk Kópernikusar og Galileó."Þekkingunni farið fram en lögunum ekki„Þekking á þessum lyfjum hefur aukist nokkuð en lögin í kringum þau hafa hins vegar aldrei verið uppfærð, þrátt fyrir að nú sé talið að mörg þeirra séu tiltölulega örugg. Þá virðist engin leið fyrir alþjóðasamfélagið að koma að neinum breytingum. Þessar hindranir sem standa í vegi vísindana eru til komnar af pólitískum ástæðum, en ekki vísindalegum." Tveir rannsakendanna, David Nutt og Leslie King, eru fyrrum ráðgjafar breskra yfirvalda í fíkniefnamálum. Þeir tveir og einn til hafa farið þess á leit að notkun hughvarfalyfa í rannsóknarskyni verði undanþegin þeim miklu takmörkunum sem um þau gilda núna. „Ef við myndum innleiða rökréttari löggjöf myndi það greiða götu rannsakenda og gera þeim í auknum mæli kleift að rannsaka meðvitund manna og virkni heilans í geðrofum. Þetta gæti leitt af sér miklar framfarir í meðferðum á þunglyndi og áfallastreituröskun," sagði Nutt. Nutt var lengst af ráðgjafi hins opinbera en var sagt upp eftir að hafa á opinberum vettvangi gagnrýnt stjórnvöld fyrir að hundsa vísindalega ráðgjöf í tengslum við kannabisefni og alsælu. Nutt hefur framkvæmt rannsóknir á notkun efnisins psilocibyn, en það er virka efnið í „sveppum." Rannsókn Nutt bendir til þess að lyfið megi nota til að slá á þunglyndi hjá þeim sem bregðust ekki við annarskonar lyfjameðferð. Nutt hugðist halda áfram rannsóknum sínum á sviðinu og endurtaka hana á klínískan hátt en vegna strangrar löggjafar var honum það ókleift. Vísindamennirnir segja að Samtök breskra taugalækna (e. British Neuroscience Association) og Samtök geðlyflækna (e. British Association for Psychopharmacology) styðji hugmyndir um endurskoðun laganna. Þetta segir á vef Fox News. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Ólögmæti fíkniefna á borð við „sveppi," kannabisefni og önnur hughvarfalyf standa vísindastarfi fyrir þrifum og jaðrar við ritskoðun á vísindunum. Þetta leiðir til þess að rannsóknir á læknisfræðilegum notum lyfjanna eru skammt á veg komnar samkvæmt yfirlýsingu vísindamanna sem skrifa í fagtímaritið Nature Reviews Neuroscience. Lög og alþjóðasáttmálar um fíkniefni frá sjöunda áratugnum hafa það í för með sér að þekking á sviðum á borð við meðvitundarstig manna er áratugum á eftir öðrum fræðasviðum, samkvæmt tímaritinu. Lögin standa þannig vísindunum fyrir þrifum. „Ákvörðunin um að gera þessi lyf ólögmæt var í upphafi byggð á hugmyndum um skaðsemi efnanna, en í mörgum tilfellum hefur skaðsemin verið ofmetin," sagði David Nutt, sérfræðingur í taugageðlyflækningum (e. neuropsychopharmacology). Nutt sagði í yfirlýsingu að ólögmæti lyfjanna væri „ritskoðun vísinda af verstu sort síðan Kaþólska Kirkjan bannaði verk Kópernikusar og Galileó."Þekkingunni farið fram en lögunum ekki„Þekking á þessum lyfjum hefur aukist nokkuð en lögin í kringum þau hafa hins vegar aldrei verið uppfærð, þrátt fyrir að nú sé talið að mörg þeirra séu tiltölulega örugg. Þá virðist engin leið fyrir alþjóðasamfélagið að koma að neinum breytingum. Þessar hindranir sem standa í vegi vísindana eru til komnar af pólitískum ástæðum, en ekki vísindalegum." Tveir rannsakendanna, David Nutt og Leslie King, eru fyrrum ráðgjafar breskra yfirvalda í fíkniefnamálum. Þeir tveir og einn til hafa farið þess á leit að notkun hughvarfalyfa í rannsóknarskyni verði undanþegin þeim miklu takmörkunum sem um þau gilda núna. „Ef við myndum innleiða rökréttari löggjöf myndi það greiða götu rannsakenda og gera þeim í auknum mæli kleift að rannsaka meðvitund manna og virkni heilans í geðrofum. Þetta gæti leitt af sér miklar framfarir í meðferðum á þunglyndi og áfallastreituröskun," sagði Nutt. Nutt var lengst af ráðgjafi hins opinbera en var sagt upp eftir að hafa á opinberum vettvangi gagnrýnt stjórnvöld fyrir að hundsa vísindalega ráðgjöf í tengslum við kannabisefni og alsælu. Nutt hefur framkvæmt rannsóknir á notkun efnisins psilocibyn, en það er virka efnið í „sveppum." Rannsókn Nutt bendir til þess að lyfið megi nota til að slá á þunglyndi hjá þeim sem bregðust ekki við annarskonar lyfjameðferð. Nutt hugðist halda áfram rannsóknum sínum á sviðinu og endurtaka hana á klínískan hátt en vegna strangrar löggjafar var honum það ókleift. Vísindamennirnir segja að Samtök breskra taugalækna (e. British Neuroscience Association) og Samtök geðlyflækna (e. British Association for Psychopharmacology) styðji hugmyndir um endurskoðun laganna. Þetta segir á vef Fox News.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira