Erlent

Foreldrar fylgjast með á Facebook

Hin týpíska fjölskylda nú til dags?
Hin týpíska fjölskylda nú til dags? Mynd/Getty
Tveir af hverjum þremur foreldrum í Bandaríkjunum segjast fylgjast vel með Facebook notkun barna sinna. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var af nemendum í háskólanum í Norður- Karólínu.

Þá segjast 30% foreldra treysta börnum sínum til að haga sér á samskiptamiðlinum og óttast að ef þau myndu grípa inn í gæti traust barnsins til foreldris minnkað til muna. 9% þeirra sem leyfa börnum sínum að vafra á Facebook án eftirlits sögðust ekki kunna á miðilinn og 7% hafa einfaldlega ekki tíma til að fylgjast með notkuninni.

„Á síðustu fimm árum höfum við séð mörg ný vandamál skjóta upp kollinum í sambandi við að vera foreldri í heimi þar sem tækniframarir eru jafn miklar og raun ber vitni. Hvernig foreldrar bregðast við þessum vandamálum er bara einn vinkill á málinu,“ segir Jeffrey Cole, einn þeirra sem stóð fyrir rannsókninni.

Frá þessu greinir Herald Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×