Skutu hvítabjörn til bana í nauðvörn Þorgils Jónsson skrifar 26. mars 2013 00:00 Hvítabjörninn var kominn hálfur inn í kofann þegar hann var felldur með skammbyssuskoti. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem björn er drepinn á Svalbarða. Mynd/Arild Lyssand Litlu mátti muna að illa færi fyrir manni og konu þegar trylltur hvítabjörn reyndi að brjótast til inngöngu í kofa þar sem þau voru stödd við Hornsund á Svalbarða á sunnudag. Maðurinn skaut björninn og drap hann með skammbyssu. Fólkið, sem er á fimmtugsaldri er búsett á Svalbarða og var vel útbúið. Í norskum miðlum kemur fram að fólkið reyndi fyrst að fæla björninn, sem var karldýr, í burtu, en hann gerðist sífellt ágengari þar til hann réðist á kofann og reyndi að troða sér inn um glugga. Arild Lyssand, yfirlögregluþjónn á Svalbarða, segir í samtali við Fréttablaðið að parið hafi reynt allt til að fæla björninn burtu, meðal annars hafði konan skotið fjórum neyðarblysum að birninum, sem lagði alltaf aftur til atlögu og var kominn hálfur inn í kofann. Maðurinn lagði svo björninn að velli með því að skjóta hann einu skoti í augað með 44 kalíbera skammbyssu. Hvítabirnir eru nokkuð algengir á þessum slóðum, og eru alfriðaðir nema um nauðvörn sé að ræða. Það er þó ekki algengt að til þess þurfi að koma, enda eru um tvö ár síðan björn var síðast felldur á Svalbarða. Lars Erik Alfheim, aðstoðarsýslumaður á Svalbarða sagði í samtali við Aftenposten að ekkert benti til annars en að um nauðvörn hafi verið að ráð í þessu tilfelli. „Þau virðast hafa reynt flestallt annað, en björninn bara gaf sig ekki." Alfheim sagði ekki auðvelt að segja hversu algengt sé að birnir reyni að brjótast inn í kofa með þessum hætti, eða hvað hafi drifið hann áfram. „Hann hefur kannski verið á höttunum eftir æti, en það er mjög erfitt að gefa sér nokkuð um framferði hvítabjarna." Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Litlu mátti muna að illa færi fyrir manni og konu þegar trylltur hvítabjörn reyndi að brjótast til inngöngu í kofa þar sem þau voru stödd við Hornsund á Svalbarða á sunnudag. Maðurinn skaut björninn og drap hann með skammbyssu. Fólkið, sem er á fimmtugsaldri er búsett á Svalbarða og var vel útbúið. Í norskum miðlum kemur fram að fólkið reyndi fyrst að fæla björninn, sem var karldýr, í burtu, en hann gerðist sífellt ágengari þar til hann réðist á kofann og reyndi að troða sér inn um glugga. Arild Lyssand, yfirlögregluþjónn á Svalbarða, segir í samtali við Fréttablaðið að parið hafi reynt allt til að fæla björninn burtu, meðal annars hafði konan skotið fjórum neyðarblysum að birninum, sem lagði alltaf aftur til atlögu og var kominn hálfur inn í kofann. Maðurinn lagði svo björninn að velli með því að skjóta hann einu skoti í augað með 44 kalíbera skammbyssu. Hvítabirnir eru nokkuð algengir á þessum slóðum, og eru alfriðaðir nema um nauðvörn sé að ræða. Það er þó ekki algengt að til þess þurfi að koma, enda eru um tvö ár síðan björn var síðast felldur á Svalbarða. Lars Erik Alfheim, aðstoðarsýslumaður á Svalbarða sagði í samtali við Aftenposten að ekkert benti til annars en að um nauðvörn hafi verið að ráð í þessu tilfelli. „Þau virðast hafa reynt flestallt annað, en björninn bara gaf sig ekki." Alfheim sagði ekki auðvelt að segja hversu algengt sé að birnir reyni að brjótast inn í kofa með þessum hætti, eða hvað hafi drifið hann áfram. „Hann hefur kannski verið á höttunum eftir æti, en það er mjög erfitt að gefa sér nokkuð um framferði hvítabjarna."
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira