Erlent

Svikamiðill sagði ósatt um afdrif Amöndu Berry

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sótt er að miðlinum Sylviu Browne þessa dagana. Hún hafði sagt við móður Amöndu Berry, sem var rænt og haldið nauðugri í Cleveland, að dóttir hennar væri látin.

Það var skömmu eftir hvarf Amöndu sem móðir hennar leitaði til miðils. Á þeim tíma var ekkert vitað hvað orðið hafði um Amöndu. Eftir að Amanda kom í leitirnar var Sylvia Browne spurð út í fullyrðingar sínar um andlát Amöndu.

„Ég hef oftar haft rétt fyrir mér en rangt fyrir mér. Sennilegast hef ég aldrei verið jafn fegin að hafa haft rangt fyrir mér og í þessu tilfelli. Aðeins guð hefur alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Browne, eins og ekkert hefði í skorist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×