Erlent

Tesla Model S rafbíllinn sagður einn besti bíll allra tíma

Jóhannes Stefánsson skrifar
Tesla Model S rafbíllinn
Tesla Model S rafbíllinn Mynd/ AFP
Tesla Model S rafbíllinn fær 99 stig af 100 mögulegum í prófunum Consumer Reports. Einkunninn er sú hæsta sem nokkur bíll hefur fengið á þeim 75 árum sem fyrirtækið hefur verið starfandi. Consumer Reports er álitið vera eitt virtasta fyrirtækið á sviði neytendamála í heiminum í dag.

Í samantekt sinni úr prófununum er bíllinn sagður aflmikill, þægilegur, fallegur og hljóðlátur. Consumer Reports segir helsta veikleika bílsins vera þann að drægi hans sé styttra en á flestum bensínbílum, en bíllinn kemst rúma 330 kílómetra á einni hleðslu.

Niðurstöður prófunarinnar koma í kjölfar frétta af velgengni Tesla, en á miðvikudaginn kynnti félagið að það hefði skilað hagnaði á fyrsta ársfjórðungi 2013, í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Hér má lesa niðurstöður prófunar Consumer Reports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×