Erlent

Orðin hæsta bygging Bandaríkjanna

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Turnspíra One World Trade Center-byggingarinnar í New York var reist í dag, og varð byggingin við það sú hæsta í Bandaríkjunum og á Vesturlöndum öllum.

Byggingin var reist við hlið svæðisins sem Tvíburaturnarnir svokölluðu stóðu á þar til þeir féllu eftir hryðjuverkaárás þann 11. september 2001.

Nýi turninn er 1776 feta hár (541 metri), en hæðin er táknræn í augum Bandaríkjamanna þar sem þeir lýstu yfir sjálfstæði þann 4. júlí 1776.

Útsýnið úr turninum er mikilfenglegt.Mynd/AP
Borgarlandslag Manhattan-eyju breytist með tilkomu nýja turnsins.Mynd/AP
Fólk á jörðu niðri fylgdist spennt með.Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×