„Maður jós vel af Tabasco yfir lasagne-ið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2013 22:38 „Þetta er með þægilegri ferðalögum sem maður hefur farið í með KSÍ. Við tökum hattinn ofan fyrir KSÍ og Icelandair,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. Rúrik hafði það náðugt í vélinni á leiðinni út og virðist ekki eiga í erfiðleikum með að festa svefn. Hann var þó þrjá tíma að sofna eftir leikinn á föstudaginn. „Ég var kominn upp í rúm klukkan tólf og sofnaður klukkan þrjú um nóttina. Það verður að teljast mjög gott miðað við hvernig gengur venjulega að ná sér niður eftir að hafa spilað seint um kvöldið,“ sagði kantmaðurinn. „Það verður kannski svolítið erfitt fyrir mann að sofna í kvöld. Það fór svo vel um mann strax í vélinni að maður svaf eiginlega alla leiðina.“ Rúrik var beðinn um að vera hreinskilinn hvernig honum hefði fundist maturinn sem boðið var upp á við komuna á hótelið í Zagreb. „Við tókum allavega ekki kokkinn með frá Nordica. Maður jós vel af Tabasco yfir lasagne-ið og þá slapp þetta,“ sagði Rúrik og hló. HK-ingurinn uppaldi hefur spilað vel undanfarið með FC Kaupmannahöfn og skorað glæsileg mörk. Hann virkar í mjög góðu formi. „Ég hef spilað marga leiki og leikformið skiptir miklu máli fyrir mig. Það er í toppstandi eins og þú segir,“ segir Rúrik. En hvernig metur hann möguleika liðsins á þriðjudag? „Auðvitað kynntist maður aðeins hvernig þeir spila í síðasta leik en ég hugsa að þeir komi grimmari til leiks á heimavelli og með meiri stuðning. Við þurfum að vera tilbúnir og mjög mikilvægt að vera ellefu gegn ellefu allan tíma. Fram á við verðum við að spila betur en varnarlega séð var lítið um slæma hluti hjá okkur.“ Rúrik er ekki byrjaður að skipuleggja sumarfríið sitt næsta sumar. Líkur eru á að 23 íslenskir landsliðsmenn spili fyrir hönd þjóðarinnar á HM í Brasilíu. „Það er gríðarleg trú á þetta verkefni og við ætlum okkur til Brasilíu. Menn eru að segja það í viðtölum og ég held að við séum ekkert hræddir við að segja það.“ Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira
„Þetta er með þægilegri ferðalögum sem maður hefur farið í með KSÍ. Við tökum hattinn ofan fyrir KSÍ og Icelandair,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. Rúrik hafði það náðugt í vélinni á leiðinni út og virðist ekki eiga í erfiðleikum með að festa svefn. Hann var þó þrjá tíma að sofna eftir leikinn á föstudaginn. „Ég var kominn upp í rúm klukkan tólf og sofnaður klukkan þrjú um nóttina. Það verður að teljast mjög gott miðað við hvernig gengur venjulega að ná sér niður eftir að hafa spilað seint um kvöldið,“ sagði kantmaðurinn. „Það verður kannski svolítið erfitt fyrir mann að sofna í kvöld. Það fór svo vel um mann strax í vélinni að maður svaf eiginlega alla leiðina.“ Rúrik var beðinn um að vera hreinskilinn hvernig honum hefði fundist maturinn sem boðið var upp á við komuna á hótelið í Zagreb. „Við tókum allavega ekki kokkinn með frá Nordica. Maður jós vel af Tabasco yfir lasagne-ið og þá slapp þetta,“ sagði Rúrik og hló. HK-ingurinn uppaldi hefur spilað vel undanfarið með FC Kaupmannahöfn og skorað glæsileg mörk. Hann virkar í mjög góðu formi. „Ég hef spilað marga leiki og leikformið skiptir miklu máli fyrir mig. Það er í toppstandi eins og þú segir,“ segir Rúrik. En hvernig metur hann möguleika liðsins á þriðjudag? „Auðvitað kynntist maður aðeins hvernig þeir spila í síðasta leik en ég hugsa að þeir komi grimmari til leiks á heimavelli og með meiri stuðning. Við þurfum að vera tilbúnir og mjög mikilvægt að vera ellefu gegn ellefu allan tíma. Fram á við verðum við að spila betur en varnarlega séð var lítið um slæma hluti hjá okkur.“ Rúrik er ekki byrjaður að skipuleggja sumarfríið sitt næsta sumar. Líkur eru á að 23 íslenskir landsliðsmenn spili fyrir hönd þjóðarinnar á HM í Brasilíu. „Það er gríðarleg trú á þetta verkefni og við ætlum okkur til Brasilíu. Menn eru að segja það í viðtölum og ég held að við séum ekkert hræddir við að segja það.“
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira