Erlent

Kveikt í tveimur blaðagámum

Gissur Sigurðsson skrifar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út til að slökkva elda í tveimur blaðagámum í gærkvöldi og í nótt.

Í báðum tilvikum skemmdust gámarnir, en ekki hlaust frekara tjón af. Slökkviliðið þurfti að sinna þremur slíkum útköllum í fyrrinótt þannig að þau eru orðin fimm í vikunni.

Að sögn slökkviliðsmanna er mun meiri eldsmatur í þessum gámum, eftir að fólk fór að losa sig við allan pappa- og pappírsúrgang í gámana, vegna ákvæða um flokkun á sorpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×