Erlent

Palestínskir fangar frelsaðir

Kerry (t.v.) ásamt Mahmud Abbas, forseta Palestínu.
Kerry (t.v.) ásamt Mahmud Abbas, forseta Palestínu. mynd/afp
Yfirvöld í Ísrael munu frelsa fjölmarga palestínska fanga á næstu dögum. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra landsins í dag. Ákvörðunin fylgir í kjölfar fundar John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með ísraelskum ráðamönnum í vikunni.

Þar freistaði Kerry að endurvekja friðarumleitanir milli Ísraels og Palestínu. Á meðal þeirra fanga sem fá að snúa aftur heim til Palestínu eru nokkrir sem setið hafa bakvið lás og slá áratugum saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×