Þreifst um áraraðir án afskipta yfirvalda Þorgils Jónsson skrifar 7. maí 2013 07:00 Beate Zschaepe kom fyrir rétt í München í gær. Hún á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna morða og annarra afbrota. Mynd/AP Réttarhöld hófust í Þýskalandi í gær yfir hópi fólks sem kennir sig við Neðanjarðarhreyfingu þjóðernissósíalista, en fólkið er ákært fyrir tíu morð, tvær sprengjuárásir og fimmtán bankarán á árabilinu 2000 til 2007. Átta hinna myrtu voru af tyrkneskum ættum, einn var Grikki og hinn síðasti var lögreglukona. Þetta er stærsta mál sinnar tegundar í Þýskalandi í áratugi, en hópurinn framdi illvirki sín um árabil án þess að yfirvöld skiptu sér af honum. Beate Zschaepe er talin vera höfuðpaur klíkunnar og á hún yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hún fundin sek. Tveir helstu vitorðsmenn hennar fundust látnir árið 2011, en fjórir aðrir eru nú fyrir rétti, ákærðir fyrir að hafa aðstoðað hreyfinguna við illvirkin. Yfirvöld höfðu haft veður af Zschaepe og hennar samverkafólki áður en tilvist neðanjarðarhreyfingarinnar varð ljós. Lögregla taldi morðin hins vegar tengd erlendum glæpaklíkum. Mikil umræða er nú í Þýskalandi um það hvernig yfirvöldum sást yfir tilvist klíkunnar. Aðstandendur fórnarlamba segjast bera von í brjósti um að réttlætið nái fram að ganga, en einnig að svör fáist við því hvað hafi ráðið vali fórnarlambanna, en ekkert þeirra var þekkt. Zschaepe mun ekkert tjá sig í réttinum, að sögn lögmanna hennar. Þeir óttast hins vegar að hún verði tekin af lífi í fjölmiðlum og fái ekki sanngjarna meðferð. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Réttarhöld hófust í Þýskalandi í gær yfir hópi fólks sem kennir sig við Neðanjarðarhreyfingu þjóðernissósíalista, en fólkið er ákært fyrir tíu morð, tvær sprengjuárásir og fimmtán bankarán á árabilinu 2000 til 2007. Átta hinna myrtu voru af tyrkneskum ættum, einn var Grikki og hinn síðasti var lögreglukona. Þetta er stærsta mál sinnar tegundar í Þýskalandi í áratugi, en hópurinn framdi illvirki sín um árabil án þess að yfirvöld skiptu sér af honum. Beate Zschaepe er talin vera höfuðpaur klíkunnar og á hún yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hún fundin sek. Tveir helstu vitorðsmenn hennar fundust látnir árið 2011, en fjórir aðrir eru nú fyrir rétti, ákærðir fyrir að hafa aðstoðað hreyfinguna við illvirkin. Yfirvöld höfðu haft veður af Zschaepe og hennar samverkafólki áður en tilvist neðanjarðarhreyfingarinnar varð ljós. Lögregla taldi morðin hins vegar tengd erlendum glæpaklíkum. Mikil umræða er nú í Þýskalandi um það hvernig yfirvöldum sást yfir tilvist klíkunnar. Aðstandendur fórnarlamba segjast bera von í brjósti um að réttlætið nái fram að ganga, en einnig að svör fáist við því hvað hafi ráðið vali fórnarlambanna, en ekkert þeirra var þekkt. Zschaepe mun ekkert tjá sig í réttinum, að sögn lögmanna hennar. Þeir óttast hins vegar að hún verði tekin af lífi í fjölmiðlum og fái ekki sanngjarna meðferð.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira